<span></span> <p class="MsoNormal" style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span style="font-size:12.0pt;mso-bidi-font-size: 10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman';color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.</p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Með beiðni 23. júlí 2020 leitar Alvar Óskarsson leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 26. júní sama ár í málinu nr. 27/2020: Ákæruvaldið gegn Alvari Óskarssyni og fleirum, á grundvelli 1. mgr., sbr. 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákæruvaldið telur ekki efni til að verða við beiðninni.</p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Með dómi Landsréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu leyfisbeiðanda meðal annars fyrir brot gegn 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa, ásamt tveimur nafngreindum mönnum, staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum, í sölu og dreifingarskyni, samtals 8.592,36 grömm af amfetamíni. Auk þess var leyfisbeiðandi sakfelldur fyrir brot gegn lögum um ávana og fíkniefni nr. 65/1974. Refsing hans var ákveðin fangelsi í sex ár.</p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Leyfisbeiðandi telur að skilyrði 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt. Hann byggir á því að málið hafi verulega almenna þýðingu að því er varðar ákvörðun refsingar fyrir framleiðslu fíkniefna og að málsmeðferð fyrir héraðsdómi hafi verið stórlega ábótavant. Hann vísar einkum til þess að héraðsdómara hafi borið að leggja fyrir lögreglumenn, sem gáfu skýrslu fyrir dómi, að svara spurningum um staðsetningu þeirra við eftirlit við sumarhúsið þar sem sú amfetamínframleiðsla sem sakfellt var fyrir fór fram. Loks vísar leyfisbeiðandi til þess að dómur Landsréttar sé rangur að efni til að því er varðar ákvörðun refsingar og sönnunarmat, sem eigi sér hvorki stoð í réttarframkvæmd né meginreglum sakamálaréttarfars. </p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Að virtum gögnum málsins verður ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þau þannig að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Þá eru ekki efni til að beita heimild 3. málsliðar 4. mgr. sömu lagagreinar í málinu. Er beiðni um áfrýjunarleyfi því hafnað.</p>