<span> </span> <p style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman'; color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><span lang="IS">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.</span></p> <p style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><span lang="IS">Með beiðni 6. júlí 2020 leitar Karol Szostek leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 26. júní sama ár í málinu nr. 595/2019: Ákæruvaldið gegn Karol Szostek, á grundvelli 1. mgr., sbr. 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákæruvaldið telur ekki efni til að verða við beiðninni.</span></p> <p style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><span lang="IS">Með fyrrgreindum dómi Landsréttar var leyfisbeiðandi sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn A með því að hafa haft samræði við hana án hennar samþykkis og beitt til þess ofbeldi og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaði hans sökum áhrifa áfengis. Var brotið talið varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing leyfisbeiðanda var ákveðin fangelsi í þrjú ár auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola miskabætur.</span></p> <p style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><span lang="IS">Leyfisbeiðandi telur að skilyrði 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt. Leyfisbeiðandi byggir á því að málsmeðferð fyrir héraðsdómi og Landsrétti hafi verið stórkostlega ábótavant auk þess sem dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur hvað sakfellingu varðar. Þessu til stuðnings vísar leyfisbeiðandi meðal annars til þess að rétturinn hafi í dómi sínum alfarið horft framhjá framburði vitna og skýrum frumgögnum málsins.</span></p> <p style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><span lang="IS">Að virtum gögnum málsins verður ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þau þannig að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Þá eru ekki efni til að beita heimild 3. málsliðar 4. mgr. sömu lagagreinar í málinu. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggir jafnframt fyrst og fremst á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar leyfisbeiðanda, brotaþola og nafngreindra vitna, en það mat verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Er beiðni um áfrýjunarleyfi því hafnað.</span></p> <p style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><span lang="IS">Það athugast að í beiðni um áfrýjunarleyfi viðhefur skipaður verjandi leyfisbeiðanda óviðurkvæmileg ummæli í garð dómara í héraði og fyrir Landsrétti. Er það aðfinnsluvert.</span></p>