<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-bidi-font-size: 10.0pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með beiðni 13. janúar 2021 leitar Atli Rafn Sigurðarson eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 18. desember 2020 í málinu nr. 752/2019: Leikfélag Reykjavíkur ses. og Kristín Eysteinsdóttir gegn Atla Rafni Sigurðarsyni og gagnsök, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gagnaðilar leggjast gegn beiðninni.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi og gagnaðilinn Leikfélag Reykjavíkur ses. gerðu með sér tímabundinn ráðningarsamning 16. mars 2017. Upphafsdagur ráðningar var 18. ágúst sama ár og átti samningurinn að gilda í eitt ár. Tilgreint var að tegund starfs væri „leikari á árssamning“ og að um starfskjör færi eftir kjarasamningi Félags íslenskra leikara og gagnaðilans Leikfélags Reykjavíkur ses. Samkvæmt kjarasamningnum var gagnkvæmur uppsagnarfrestur gagnvart ársráðnum leikurum þrír mánuðir. Með bréfi 16. desember 2017 var ráðningarsamningnum sagt upp en ekki vikið að ástæðum uppsagnarinnar. Bréfið var afhent leyfisbeiðanda á fundi sama dag og þar greindi gagnaðilinn Kristín frá því að tilefni uppsagnarinnar væru tilkynningar sem henni hefðu borist frá konum um kynferðislega áreitni hans. Gagnaðilinn Kristín upplýsti um hversu margar konur hefðu kvartað undan leyfisbeiðanda en greindi ekki nánar frá atvikum til að rjúfa ekki trúnað við þær. Leyfisbeiðanda voru greidd laun út uppsagnafrest en vinnuframlagi hans hafnað. Mál þetta varðar kröfu leyfisbeiðanda um skaða- og miskabætur vegna uppsagnarinnar.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Í málinu byggir leyfisbeiðandi aðallega á því að við uppsögnina hafi ekki verið fylgt þeim reglum sem kveðið er á um í reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, sem sett var með heimild í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Jafnframt telur hann uppsögnina hafa farið í bága við þau sjónarmið sem komi fram í handbók starfsfólks Borgarleikhússins. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að gagnaðilar hefðu við meðferð málsins ekki sýnt þá háttsemi sem ætlast yrði til af atvinnurekanda þegar upp kæmi mál af þessum toga og mælt væri fyrir um í fyrrnefndri reglugerð. Uppsögnin hefði verið ólögmæt og leitt til bótaskyldu gagnaðila Leikfélags Reykjavíkur ses. Þá var talið að gagnaðilinn Kristín bæri jafnframt ábyrgð á tjóni leyfisbeiðanda og var það reist á því að henni hefði mátt vera ljóst að aðgerðir hennar myndu hafa mikil áhrif á orðspor, starfsheiður og umtal um leyfisbeiðanda og með því valda honum tjóni. Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu. Í dómi hans var lagt til grundvallar að meðferð málsins hefði ekki verið hagað á þann veg sem lýst væri í fyrrnefndri reglugerð og handbók starfsfólks Borgarleikhússins. Á hinn bóginn yrði ekki talið að sú málsmeðferð sem þar væri kveðið á um væri ófrávíkjanlegt skilyrði þess að grípa mætti til uppsagnar á ráðningarsamningi. Þá var tekið fram að engin skylda hvíldi á vinnuveitendum öðrum en stjórnvöldum til að rannsaka atvik sem gæfu tilefni til að uppsagnar starfsmanns, gefa honum færi á að tjá sig eða gæta meðalhófs við val á úrræðum.Var því talið að heimilt hefði verið að segja leyfisbeiðanda upp störfum á þeim grundvelli sem gert var án þess að viðhafa þá málsmeðferð sem leyfisbeiðandi taldi að skort hefði. Þá var ekki talið að aðgerðir gagnaðila hefðu í orði eða verki falið í sér ólögmæta meingerð gegn æru leyfisbeiðanda en ekki hefði legið fyrir að gagnaðilar hefðu tekið afstöðu til sannleiksgildi ávirðinga sem á hann hefðu verið bornar. Einn landsréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að dæma bæri gagnaðilann Leikhúsfélag Reykjavíkur ses. til að greiða leyfisbeiðanda miskabætur, sbr. b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi byggir á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem ekki hafi áður reynt á gildi reglugerðar nr. 1009/2015 fyrir dómi og að réttaróvissa sé fyrir hendi um gildi og inntak hennar. Héraðsdómur hafi gengið leyfisbeiðanda í vil og einn landsréttardómari talið að brotið hafi verið gegn hagsmunum hans þannig að skilyrði væri til að dæma honum miskabætur. Þá vísar leyfisbeiðandi til þess að málið varði mikilvæga hagsmuni sína en ákvörðunin um brottrekstur hans hafi haft gríðarlega mikil áhrif fyrir hann. Með ákvörðuninni hafi æra hans verið meidd til framtíðar og ímynd hans sem atvinnuleikara beðið verulegan hnekki. Loks telur leyfisbeiðandi að dómur Landsréttar sé rangur að efni til. Vísar leyfisbeiðandi sérstaklega til þeirrar niðurstöðu að þær konur sem báru hann sökum hafi verið lofað nafnleynd sem hafi verið óheimilt. Sama eigi við um þá niðurstöðu að reglugerð nr. 1009/2015 komi ekki í veg fyrir uppsögn án málsmeðferðar eftir að slíkar ásakanir eru komnar fram.<span style="mso-spacerun: yes;">&nbsp; </span></span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm; mso-pagination: none;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt;">Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um réttindi og skyldur starfsmanns og vinnuveitanda á almennum vinnumarkaði þegar reynir á uppsögn starfsmanns sem borinn hefur verið sökum af því tagi sem reynir á í málinu. Af þeirri ástæðu verður honum veitt heimild til að áfrýja málinu gagnvart gagnaðila Leikfélagi Reykjavíkur ses. Á hinn bóginn verður talið að úrslit málsins að því er varðar gagnaðila Kristínu hafi hvorki verulegt almennt gildi umfram dómsúrlausnir sem þegar hafa gengið né</span><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';"> varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Verður heldur ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til hvað hana varðar, sbr. 4. málslið sömu málsgreinar. Að því leyti er beiðninni hafnað.</span></p>