<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-bidi-font-size: 10.0pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með beiðni 25. maí 2020 leitar A leyfis Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar 13. maí 2020 í málinu nr. 255/2020: A gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna, á grundvelli 4. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Lánasjóður íslenskra námsmanna leggst gegn beiðninni.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Mál þetta lýtur að kröfu leyfisbeiðanda um að aðfaragerð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem fram fór 28. október 2019 að kröfu gagnaðila verði ógilt. Gagnaðili höfðaði mál gegn leyfisbeiðanda sem ábyrgðarmanni á skuldabréfi útgefnu 12. febrúar 2014 af B. Auk leyfisbeiðanda var útgefanda bréfsins og öðrum ábyrgðarmanni stefnt. Stefnan var árituð um aðfarahæfi 29. júní 2015 og nam stefnufjárhæðin 2.438.353 krónum. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með aðfararbeiðni fór gagnaðili þess á leit við embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að gert yrði fjárnám hjá leyfisbeiðanda og var gerðinni lokið með árangurslausu fjárnámi 20. nóvember 2015. Með aðfararbeiðni 25. september 2019 fór gagnaðili þess á leit við embætti sýslumanns að gert yrði fjárnám hjá leyfisbeiðanda á ný og<span style="mso-spacerun: yes;">&nbsp; </span>um aðfararheimild var vísað til sömu áritaðrar stefnu. Var sú aðfararbeiðni tekin fyrir 28. október 2019 og tók fulltrúi sýslumanns þá ákvörðun að láta gerðina fram fara og lauk henni einnig með árangurlausu fjárnámi. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Leyfisbeiðandi reisti kröfu sína einkum á því að aðfararbeiðni gagnaðila uppfyllti ekki form eða efnisskilyrði 9. kafla laga nr. 90/1989 um endurupptöku. Þess hefði ekki verið getið að verið væri að krefjast endurupptöku á eldra fjárnámi og jafnvel þótt svo hefði verið þá væri ekki uppfyllt það skilyrði 6. tölul. 66. gr. laganna að unnt hefði verið að vísa á frekari eignir til fjárnáms. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með úrskurði Landsréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að hafna kröfu leyfisbeiðanda. Var talið að leyfisbeiðandi hefði ekki sýnt fram á að gagnaðili hefði verið að krefjast endurupptöku fjárnáms eftir ákvæðum 9. kafla laga nr. 90/1989 en ákvæðin yrðu ekki túlkuð með þeim hætti að þau girtu fyrir að gagnaðili gæti krafist þess að gert yrði nýtt fjárnám hjá leyfisbeiðanda að öðrum skilyrðum laganna uppfylltum. Þá kom fram að óumdeilt væri að gagnaðili ætti þau réttindi sem málið varðaði sem styddust við gilda aðfaraheimild, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/1989. Samkvæmt 9. gr. sömu laga mætti krefjast aðfarar svo lengi sem hlutaðeigandi krafa væri ekki fallin niður fyrir fyrningu en ekki hefði verið ágreiningur um að krafa gagnaðila væri ófyrnd og ógreidd. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;"><span style="mso-spacerun: yes;">&nbsp;</span>Leyfisbeiðandi telur að kæruefnið varði mikilsverða almannahagsmuni og hafi fordæmisgildi. Hvorki verði séð af ákvæðum laga nr. 90/1989 né dómum Hæstaréttar hver réttarstaða gerðarþola sé eftir að árangurslaust fjárnám hafi verið gert hjá honum á grundvelli tiltekinnar fjárkröfu og sami gerðarbeiðandi krefst nýs fjárnáms á grundvelli sömu kröfu. Leyfisbeiðandi telur að nýtt árangurslaust fjárnám sem gert er við framangreindar aðstæður verði að byggja á reglum 9. kafla laga nr. 90/1989 um endurupptöku fjárnámsgerðar. Þá telur leyfisbeiðandi að málsmeðferð sýslumanns hafi verið haldin veigamiklum annmörkum og að sýslumaður hafi átt að vísa fjárnámsbeiðninni frá.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Að virtum gögnum málsins verður ekki talið að úrlausn um kæruefnið hafi fordæmisgildi, þannig að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991. Þá eru ekki efni til að beita heimild 3. málsliðar 2. mgr. sömu lagagreinar í málinu. Er beiðninni því hafnað.</p>