<span></span> <p class="MsoNormal" style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span lang="IS" style="font-size: 12pt; line-height: 150%; color: black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson. </span></p> <p class="MsoBodyTextIndent"><span lang="IS">Með beiðni 16. október 2019 leitar Ólafur Árni Óskarsson leyfis Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar 2. sama mánaðar í málinu nr. 411/2019: Ólafur Árni Óskarsson gegn Landsbankanum hf., á grundvelli 2. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu og 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Landsbankinn hf. leggst gegn beiðninni.</span></p> <p class="MsoBodyTextIndent"><span lang="IS">Mál þetta lýtur að kröfu gagnaðila um að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Suðurlandi 3. ágúst 2018 um að láta viðauka við úthlutunargerð á söluverði tilgreindrar fasteignar 11. maí sama ár standa óbreyttan og að sýslumanni verði gert að úthluta í samræmi við frumvarp að úthlutunargerð á söluverði fasteignarinnar 16. janúar 2017. Leyfisbeiðandi mótmælti frumvarpi að úthlutunargerð á þeim grundvelli að ekki ætti að reikna dráttarvexti á tímabili greiðsluaðlögunar, sbr. dóm Hæstaréttar 8. mars 2018 í máli nr. 159/2017, og var ágreiningi aðila vísað til héraðsdóms. Málinu var að endingu vísað frá dómi þar sem leyfisbeiðandi lagði ekki fram málskostnaðartryggingu. Áður en sú niðurstaða lá fyrir krafðist leyfisbeiðandi þess að sýslumaður breytti úthlutunargerð sinni með viðauka til samræmis við það sem fram kæmi í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar. Í meginatriðum snýr ágreiningur aðila að því hvort sýslumanni hafi verið heimilt að gera breytingu á úthlutuninni með fyrrgreindum viðauka. Með úrskurði Landsréttar var staðfestur úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu gagnaðila auk þess sem kröfu leyfisbeiðanda um frávísun málsins frá héraðsdómi var hafnað. Var vísað til þess að sú breyting sem sýslumaður hefði gert á úthlutunargerðinni hefði ekki rúmast innan heimilda hans samkvæmt 4. mgr. 52. gr. laga nr. 90/1991.</span></p> <p class="MsoBodyTextIndent"><span lang="IS">Leyfisbeiðandi byggir á því að vísa hafi átt málinu frá héraðsdómi annars vegar þar sem kröfugerð gagnaðila hafi ekki verið dómtæk og hins vegar á þeim grunni að nauðsyn hafi verið á samaðild til varnar, sbr. 18. gr. laga nr. 91/1991 og 2. mgr. 77. gr. laga nr. 90/1991. Jafnframt telur leyfisbeiðandi að úrskurður Landsréttar sé bersýnilega rangur um heimild sýslumanns til að gera viðauka við úthlutunargerð. Þá telur leyfisbeiðandi að ágreiningsefni í málinu varði mikilsverða almannahagsmuni auk þess sem úrlausn þess hafi fordæmisgildi einkum um beitingu 4. mgr. 52. gr. laga nr. 90/1991, en á ákvæðið hafi ekki reynt í dómaframkvæmd Hæstaréttar. Loks vísar leyfisbeiðandi til þess að málið varði sérstaklega mikilvæga fjárhagslega hagsmuni sína.</span></p> <p class="MsoBodyTextIndent"><span lang="IS">Að virtum gögnum málsins verður hvorki séð að kæruefnið varði mikilsverða almannahagsmuni né að það hafi fordæmisgildi þannig að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991. Þá eru ekki efni til að beita heimild 3. málsliðar 2. mgr. sömu greinar í málinu. Er beiðninni því hafnað.</span></p>