<span>
</span>
<p style="text-align:center;text-indent:1.0cm;
line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none;
punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;
mso-bidi-font-size:10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman';
color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p>
<p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Samkvæmt 4.
mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari
hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður
Tómas Magnússon.</span></p>
<p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Með beiðni 26.
janúar 2021 leita Stefán Guðmundsson og Jón Tryggvi Guðmundsson leyfis
Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar 20. janúar 2021 í málinu nr. 667/2020:
Kirkjumálasjóður gegn Stefáni Guðmundssyni og Jóni Tryggva Guðmundssyni, á
grundvelli 5. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 2. mgr. 167. gr.
laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gagnaðili leggst gegn beiðninni. </span></p>
<p style="text-align:justify;text-indent:35.4pt;line-height:
150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:
'Times New Roman';">Mál þetta lýtur að kröfu gagnaðila um að leyfisbeiðendur
verði með beinni aðfarargerð bornir út af lögbýlinu Hraungerði í Flóahreppi,
ásamt þeim eignum sem þar er að finna, á þeim grundvelli að umsaminn ábúðartími
hafi liðið undir lok. Héraðsdómur hafnaði kröfu gagnaðila en með úrskurði
Landsréttar var krafa hans tekin til greina. Taldi Landsréttur ekki varhugavert
að aðfarargerðin næði fram að ganga á grundvelli þeirra sönnunargagna sem fyrir
lágu í málinu.</span></p>
<p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Leyfisbeiðendur
byggja á því að úrskurður Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni
til. Leyfisbeiðendur telja meðal annars að Landsréttur hafi ranglega komist að
þeirri niðurstöðu að óþarft hafi verið að kveða sérstaklega á um uppsögn í samningi
þeirra og gagnaðila um ábúð þeirra á jörðinni. Þá hafi Landsréttur litið
framhjá því að nýr samningur um ábúð leyfisbeiðenda á lögbýlinu hefði komist á.
Auk þess komi ranglega fram í úrskurði Landsréttar að gagnaðili hafi ítrekað
áréttað við leyfisbeiðendur að umsömdum leigutíma væri lokið. Þeir telja að þar
sem mikill vafi leiki á rétti gagnaðila til umbeðinnar gerðar sé ótækt að skera
úr um réttarstöðu aðila á grundvelli þeirra takmörkuðu sönnunarfærslu sem
heimil er í málum af þessu tagi. Þá telja leyfisbeiðendur að niðurstaða
Landsréttar gangi lengra en kröfur gagnaðila fyrir Landsrétti en þar hafi
einungis verið gerð krafa um kærumálskostnað en ekki um málskostnað í héraði.
Loks telja leyfisbeiðendur að málið hafi fordæmisgildi um það hvenær skilyrði
fyrir beinni aðfarargerð á grundvelli 78. gr. laga nr. 90/1989 teljist
uppfyllt.</span></p>
<p style="text-align:justify;text-indent:35.4pt;line-height:
150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:
'Times New Roman';">Að virtum gögnum málsins verður talið að á úrskurði
Landsréttar kunni að vera þeir ágallar að rétt sé að samþykkja beiðni um
kæruleyfi á grundvelli 3. málsliðar 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991. Beiðnin er
því samþykkt.</span></p>