<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-bidi-font-size: 10.0pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Benedikt Bogason og Sigurður Tómas Magnússon.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með beiðni 21. apríl 2020 leita Jóhann Friðrik Haraldsson og Bryndís Haraldsdóttir leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 27. mars sama ár í málinu nr. 387/2019: Mikael Smári Mikaelsson, Rosemary Lea Jones, Mikael Marlies Karlsson og Barbara Belle Nelson gegn Jóhanni Friðriki Haraldssyni og Bryndísi Haraldsdóttur, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Mikael Smári Mikaelsson, Rosemary Lea Jones, Mikael Marlies Karlsson og Barbara Belle Nelson leggjast gegn beiðninni. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Mál þetta lýtur að kröfu leyfisbeiðenda um að felldar verði úr gildi tilgreindar samþykktir byggingarfulltrúa Reykjavíkur þar sem veitt var byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús gagnaðila auk þess sem þau krefjast ógildingar byggingarleyfis sem gefið var út á grundvelli samþykktanna. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Héraðsdómur féllst á kröfur leyfisbeiðenda þar sem dómurinn taldi að byggingarleyfið hefði verið í andstöðu við gildandi deiliskipulag sem kvæði á um að óheimilt væri að hafa fleiri en eina íbúð í hverju húsi. Því hefði verið óheimilt að víkja frá deiliskipulagi nema að undangenginni grenndarkynningu. Landsréttur hafnaði á hinn bóginn kröfu leyfisbeiðenda með fyrrnefndum dómi. Vísaði rétturinn til þess að lagnakerfi hússins væri sameiginlegt og að húsið ásamt tengibyggingunni væri skilgreint sem ein eining með eitt fastanúmer. Þá hefði ekki legið fyrir að eigendur hefðu áform um að skipta húsinu í tvo afmarkaða séreignarhluta en það hefði þurft að liggja fyrir með eignaskiptayfirlýsingu eða öðrum hætti að ætlunin væri að skipta húsinu upp í fleiri en eina afmarkaða einingu til þess að unnt væri að skilgreina húsnæðið sem tvær íbúðir í skilningi deiliskipulagsins.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðendur byggja á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem í málinu reyni á hvað telst íbúð og hvenær hús telst hafa fleiri en eina íbúð. Ekki hafi reynt á þau atriði fyrir Hæstarétti áður og málið hafi því fordæmisgildi að því leyti, sem og við túlkun skipulagsskilmála er kveði á um að óheimilt sé að hafa fleiri en eina íbúð í hverju húsi. Þá vísa leyfisbeiðendur til þess að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra enda sé hið nýja hús aðeins í nokkurra metra fjarlægð frá húsi þeirra. Þar að auki hafi þinglýstum eigendum hússins fjölgað um tvo með tilkomu hinnar nýju íbúðar með tilheyrandi aukinni umferð. Telja leyfisbeiðendur jafnframt að dómur Landsréttur sé rangur að efni til. Vísa þau meðal annars til þess að sú niðurstaða dómsins sé röng að hafna því að hlutlæg skoðun á aðaluppdrætti svari því hvort um ræði eina eða tvær íbúðir og að eigandi hafi val um innra skipulag. Eigandi fasteignar hafi vissulega val um innra skipulag svo framarlega sem skilmálar í deiliskipulagi takmarki það ekki eins og þeir geri í þessu tilviki. Þá telja leyfisbeiðendur að gagnaðilar þurfi ekki að hafa uppi fyrirætlanir um að skipta húsi sínu formlega upp eða vera búnir að útbúa eignaskiptayfirlýsingu heldur sé mat á því hvort um ræði tvær íbúðir hlutlægt eins og lagt sé til grundvallar í dómi héraðsdóms og í úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til dæmis í málum nr. 120/2014 og 95/2008. Fasteignaeigendur geti ekki haft það í hendi sér hvort þeir ákveði að gera eignaskiptayfirlýsingu og fasteign teljist þá formlega fjöleignarhús sem fellur undir gildissvið laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús og fái þá sérstakt fastanúmer.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að úrslit þess geti haft fordæmisgildi um atriði sem leyfisbeiðnin er reist á. Er umsókn leyfisbeiðenda um áfrýjunarleyfi því tekin til greina.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">&nbsp;</span></p>