<span> </span> <p style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span lang="IS" style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson. </span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Með beiðni 30. apríl 2020 leitar A leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 3. apríl sama ár í málinu nr. 375/2019: A gegn Vátryggingafélagi Íslands hf. og B, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Vátryggingafélag Íslands hf. og B leggjast gegn beiðninni.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Ágreiningur aðila lýtur að því hvort leyfisbeiðandi eigi rétt á frekari bótum frá gagnaðilum vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir í umferðarslysi 9. mars 2007. <span style="mso-bidi-font-style:italic;">Árið 2008 greiddi gagnaðili Vátryggingafélag Íslands hf. leyfisbeiðanda bætur í samræmi við niðurstöðu matsgerðar sem aflað var vegna slyssins, en leyfisbeiðandi reisir kröfu sína um greiðslu frekari bóta á niðurstöðu matsgerðar dómkvaddra manna frá árinu 2018.</span> Í héraðsdómi var sakarefni málsins skipt þannig að fyrst var dæmt um varnir gagnaðila sem byggðust á fyrningu. Taldi héraðsdómur að krafa leyfisbeiðanda um frekari bætur hafi verið fallin niður fyrir fyrningu. Landsréttur komst að sömu niðurstöðu með vísan til þess að leyfisbeiðandi hefði í síðasta lagi fyrir árslok 2011 haft vitneskju um bótakröfu sína og átt þess kost að leita fullnustu hennar í skilningi 1. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Leyfisbeiðandi byggir á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi varðandi ákvörðun dómstóla um málskostnað þar sem gjafsóknar nýtur við. Þá vísar hún til þess að málið varði mikilvæga fjárhagslega hagsmuni sína, auk þess sem dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Dómurinn sé meðal annars í mótsögn við dómaframkvæmd Hæstaréttar í sambærilegum málum um upphafstíma fyrningar skaðabótakröfu vegna líkamstjóns af völdum umferðarslyss.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Að virtum gögnum málsins er hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi umfram dómsúrlausnir sem þegar hafa gengið né að það varði mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til, sbr. 4. málslið sömu málsgreinar. Er beiðninni því hafnað.</span></p>