<span></span> <p class="MsoNormal" style="text-align: center; text-indent: 1cm; line-height: 150%; vertical-align: baseline;"><strong><span lang="IS" style="font-size: 12pt; line-height: 150%; color: black;">Ákvörðun Hæstaréttar.</span></strong></p> <p class="MsoBodyTextIndent"><span lang="IS">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson.</span></p> <p class="MsoBodyTextIndent"><span lang="IS">Með beiðni 6. maí 2019 leitar Steinar Berg Ísleifsson eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 12. apríl sama ár í málinu nr. 667/2018: Ríkisútvarpið ohf. gegn Steinari Berg Ísleifssyni, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ríkisútvarpið ohf. leggst gegn beiðninni. </span></p> <p class="MsoBodyTextIndent"><span lang="IS">Mál þetta er að rekja til tiltekinna ummæla sem Ásbjörn Morthens viðhafði um leyfisbeiðanda í þætti í röð með heitinu „Popp- og rokksaga Íslands“ sem gagnaðili sýndi í sjónvarpi 13. mars 2016 og aftur 24. ágúst sama ár. Í héraðsdómi voru teknar til greina kröfur leyfisbeiðanda um ómerkingu ummælanna og að viðurkennt yrði að gagnaðila væri óheimilt að sýna þáttinn eða dreifa honum með öðrum hætti. Þá voru Ásbjörn og gagnaðili báðir dæmdir til að greiða leyfisbeiðanda miskabætur, auk þess sem gagnaðila var gert að birta dóminn á heimasíðu sinni og í sjónvarpi. Gagnaðili áfrýjaði dóminum fyrir sitt leyti og krafðist sýknu af kröfum leyfisbeiðanda um bætur og birtingu dóms. Í fyrrnefndum dómi Landsréttar var þessi krafa gagnaðila tekin til greina, en sú niðurstaða var reist á því annars vegar að ábyrgð á ummælunum yrði ekki felld á hann á grundvelli 50. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla og hins vegar að hann gæti ekki borið skaðabótaskyldu samkvæmt b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 vegna endursýningar á þættinum enda yrði það ekki metið honum til sakar.</span></p> <p class="MsoBodyTextIndent"><span lang="IS">Leyfisbeiðandi byggir á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi um mörk 50. gr. laga nr. 38/2011 og 26. gr. skaðabótalaga þegar um er að ræða fjölmiðil sem starfar samkvæmt lögum nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu. Þá varði málið mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda og almennings. Loks byggir leyfisbeiðandi á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til þar sem hann gangi gegn fyrirmælum laga nr. 23/2013 og dómafordæmum Hæstaréttar um beitingu 26. gr. skaðabótalaga.</span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align: justify; text-indent: 1cm; line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Að virtum gögnum málsins verður ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Þá er ekki unnt að líta svo á að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 eða að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi. Er beiðninni því hafnað.</span></p> <p class="MsoNormal"><span lang="IS">&nbsp;</span></p> <p class="MsoNormal"><span lang="IS">&nbsp;</span></p>