<span> </span> <p style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="tab-stops:35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Gréta Baldursdóttir og Karl Axelsson.</p> <p style="tab-stops:35.4pt;">Með beiðni 13. nóvember 2019 leita Sjóvá-Almennar tryggingar hf. eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 18. október sama ár í málinu nr. 930/2018: Sjóvá-Almennar tryggingar hf. gegn Vátryggingafélagi Íslands hf., Hýsi-Merkúr hf. og Ragnari Kjaran Elíssyni, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Vátryggingafélag Íslands hf., Hýsir-Merkúr hf. og Ragnar Kjaran Elísson leggjast gegn beiðninni. </p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt;">Mál þetta varðar altjón sem varð á kranabifreið og krana sem var áfastur henni, þegar hún valt á hliðina í júní 2015 skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Kranabifreiðin var í eigu Ergo fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka hf. en í umráðum verktakafyrirtækisins LNS Sögu ehf. sem húftryggði hana hjá leyfisbeiðanda. Leyfisbeiðandi greiddi tjónið á kranabifreiðinni og höfðaði endurkröfumál gegn gagnaðilum en hann telur að þeir beri sameiginlega ábyrgð á tjóninu með vísan til 22. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og 44. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Málsatvik voru þau að LNS Saga ehf. leitaði til gagnaðila Hýsis-Merkúr hf. og fékk lánaðan starfsmann, gegn umsömdu endurgjaldi, en sá var með viðeigandi réttindi á bílkranann sem var í umráðum fyrrnefnda aðilans. Þegar óhappið varð var fyrrnefndur starfsmaður, gagnaðilinn Ragnar, að hífa svokallaða andvægi á kranann sem er hluti af búnaði hans og nauðsynlegt fyrir notkun hans.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt;">Að sögn Ragnars hafði hann lesið þyngdina af hliðum andvægjanna, sem voru samsett, og honum virst tvískipt og samtals 6,35 tonn. Hafði starfsmaðurinn kynnt sér getu kranans til að hífa og talið hann leyfa þessa þyngd án stoðfóta sem hann þó setti niður, án þess þó að draga þá út, svo sem unnt var <span style="mso-spacerun:yes;">&nbsp;</span>til frekara öryggis. Samsettu andvægin voru hins vegar í þremur hlutum en ekki tveimur og komu því til viðbótar fyrrgreindri þyngd 3,85 tonn. Sú þyngd var of mikil fyrir kranabifreiðina í þessari stöðu og valt hún með fyrrgreindum afleiðingum. </span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt;">Krafa leyfisbeiðanda á hendur gagnaðilanum Ragnari er byggð á því að hann hafi valdið tjóninu með saknæmum hætti. Krafan á hendur gagnaðilanum Hýsi-Merkúr hf. er reist á því að gagnaðilinn Ragnar hafi verið starfsmaður félagsins og beri það, á grundvelli vinnuveitandaábyrgðar, ábyrgð á því tjóni sem hann hafi valdið. Kröfur á hendur gagnaðilanum Vátryggingafélagi Íslands hf. reisir leyfisbeiðandi á því að gagnaðilinn Hýsir-Merkúr hf. hafi haft frjálsa ábyrgðartryggingu hjá félaginu sem tekið hafi til tjóns sem starfsmaður síðarnefnda félagsins hafi valdið.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt;">Héraðsdómur sýknaði gagnaðila af kröfu leyfisbeiðanda og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu með framangreindum dómi. Í dómi Landsréttar var það metið gagnaðilanum Ragnari til gáleysis að hafa ekki gengið úr skugga um þyngd andvægisins sem og að hafa ekki notað stoðfæturna í umrætt sinn og hafa þannig með saknæmri vanrækslu valdið því að kraninn féll á hliðina. Á hinn bóginn var talið, á grundvelli heildstæðs mats á atvikum, að LNS Saga ehf. fremur en gagnaðilinn Hýsir-Merkúr hf. hefði haft stöðu vinnuveitanda gagnvart gagnaðilanum Ragnari er honum urðu á fyrrgreind mistök. Var því talið að leyfisbeiðandi ætti hvorki endurkröfurétt á hendur gagnaðilanum Hýsi-Merkúr hf. né gagnvart Vátryggingafélagi Íslands hf. Þá var gagnaðilinn Ragnar sýknaður af kröfum leyfisbeiðanda með vísan til framangreinds mats á sök hans, stöðu hans gagnvart LNS Sögu ehf. og allra atvika málsins og ekki talið sanngjarnt að hann yrði krafinn um skaðabætur vegna tjónsins, sbr. 23. gr. skaðabótalaga.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt;">Leyfisbeiðandi telur málið varða verulega hagsmuni sína og hafa fordæmisgildi bæði í skaðabótarétti og vátryggingarétti. Þá telur leyfisbeiðandi að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til þar sem hann sé meðal annars í andstöðu við fjölmarga dóma Hæstaréttar. Telur leyfisbeiðandi þá niðurstöðu Landsréttar að gagnaðilinn Hýsir-Merkúr hf. hafi ekki borið vinnuveitandaábyrgð á gagnaðilanum Ragnari í umrætt sinn augljóslega ranga. Landsréttur hafi réttilega komist að þeirri niðurstöðu að vinnuveitandaábyrgð hvíli almennt á þeim sem greiðir laun þegar verk er unnið í vertöku en rétturinn álykti hins vegar í framhaldinu á grundvelli heildstæðs mats að gagnaðilinn Hýsir-Merkúr hf. hafi ekki haft stöðu vinnuveitanda gagnvart gagnaðilanum Ragnari.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt;">Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem leyfisbeiðnin er reist á. Er umsókn leyfisbeiðanda því tekin til greina.</span></p>