<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-bidi-font-size: 10.0pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Ólafur Börkur Þorvaldsson.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með beiðni 2. apríl 2020 leitar Borgarbyggð leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 6. mars 2020 í málinu nr. 261/2019: Gunnar Jónsson gegn Borgarbyggð, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gunnar Jónsson leggst gegn beiðninni. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Mál þetta lýtur að kröfu leyfisbeiðanda um að viðurkenndur verði réttur hans til beitarafnota af þeim hluta jarðarinnar Króks í Borgarbyggð sem óþinglýstur samningur Brynjólfs Bjarnasonar og Upprekstrarfélags Þverárréttar 26. maí 1924 tók til. Gagnaðili höfðaði gagnsök í málinu fyrir héraðsdómi og krafðist þess aðallega að viðurkennt yrði að leyfisbeiðanda eða aðilum á hans vegum væri óheimilt að safna fé sem rynni af fjalli að hausti á afréttarhluta jarðarinnar Króks og reka það um landið á leið til réttar. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Í maí 1924 afsalaði Brynjólfur Bjarnason, þáverandi eigandi jarðarinnar Króks, þeim hluta jarðarinnar sem var afréttarmegin við afréttargirðingu til Upprekstrarfélags Þverárréttar, forvera leyfisbeiðanda. Samningi vegna þeirra kaupa var ekki þinglýst. Þrátt fyrir þessa sölu seldi Brynjólfur jörðina með afsali 1. maí 1958 sem var þinglýst. Jörðin gekk svo kaupum og sölum þar til gagnaðili eignaðist hana með afsali 20. september 1990. Með dómi Hæstaréttar 3. apríl 2014 í máli nr. 718/2013 var leyst úr ágreiningi aðila málsins um eignarhald á hinu umþrætta landi jarðarinnar Króks. Var í dóminum fallist á með gagnaðila að þegar hann eignaðist jörðina með afsali 1990 hefði hann einnig eignast umræddan hluta jarðarinnar enda hefði þinglýst afsal hans útrýmt eldri óþinglýstum rétti til landsins sem leyfisbeiðandi hefði byggt rétt sinn á, sbr. 2. mgr. 29. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978 og ekkert legið fyrir um grandsemi gagnaðila um þann samning.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi reisir tilkall sitt til beitarafnota af umræddu landi jarðarinnar Króks á því að hann og forveri hans, Upprekstrarfélag Þverárréttar, hafi unnið beitarafnotarétt að landinu fyrir hefð á grundvelli laga nr. 46/1905 um hefð. Héraðsdómur taldi að fullnægt væri áskilnaði 1. mgr. 2. gr., sbr. 8. gr. þeirra laga og að gagnaðili hefði öðlast beitarafnotarétt að umræddu landi fyrir hefð. Var talið að ekki yrði annað ráðið en að landið hefði verið notað samfellt og átölulaust sem beitarland fyrir sauðfé í þágu Upprekstrarfélags Þverárréttar allt frá kaupum á því árið 1924 og á grundvelli þeirra allt til ársins 2010. Landsréttur hafnaði á hinn bóginn kröfu leyfisbeiðanda og tók kröfu gagnaðila til greina. Vísaði rétturinn til þess að hefðarhald ítaks í formi afnota eða beitarréttar leyfisbeiðanda hefði fyrst getað hafist í september 1990, sbr. þinglýst afsal gagnaðila. Með bréfi gagnaðila 18. febrúar 2010 lagði hann bann við því að landið væri beitt eða tæpum 20 árum eftir að mögulegt hefðarhald leyfisbeiðanda hófst en það hefði rofnað í síðasta lagi á þeim tíma. Þar sem hefðartími sýnilegra ítaka væri 20 ára óslitin nýting samkvæmt 7. gr. laga nr. 46/1905 var kröfu leyfisbeiðanda hafnað.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi telur málið varði mikilvæga hagsmuni sína og þeirra bænda sem stundi sauðfjárrækt á svæðinu. Vísar hann til þess að um sé að ræða mikilvægt afréttarsvæði sem Upprekstrarfélag Þverárréttar hafi keypt árið 1924 og hafi verið nýtt sem slíkt frá þeim tíma. Bendir leyfisbeiðandi á að standi dómur Landsréttar óhaggaður sé ljóst að gagnaðili geti lokað rekstrarleið fyrir eitt stærsta fjársafn landsins frá fjalli á leið til réttar. Þá telur leyfisbeiðandi að málið hafi verulegt almennt gildi og þá aðallega fordæmisgildi um hefð á óbeinum eignarréttindum innan eignarlanda, um það hvenær jarðeiganda sé heimilt að loka fornum rekstrarleiðum um land sitt og um það hvort beit innan afgirts lands geti talist sýnilegt eða ósýnilegt ítak í skilningi laga nr. 46/1905. Loks telur leyfisbeiðandi að dómur Landsréttar sé rangur að efni til þar sem litið sé með öllu framhjá beitarafnotum leyfisbeiðanda og forvera hans á tímabilinu 1924 til 1990 og í öllu falli sé rangt að miða upphafstíma hefðar við það tímamark þegar gagnaðili fékk afsal gefið út í september 1990 en fyrir liggi að hann hafi fengið jörðina afhenta við gerð kaupsamnings árið 1989. Eignarréttur hafi því færst yfir á því tímamarki en ekki við útgáfu afsals og gagnaðili því átt jörðina í meira en 20 ár áður en hann fyrst gerði athugasemdir við afréttarnot leyfisbeiðanda. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að úrslit þessi geti haft fordæmisgildi um atriði sem leyfisbeiðnin er reist á. Er umsókn leyfisbeiðanda um áfrýjunarleyfi því tekin til greina.</span></p>