<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman'; mso-bidi-font-size: 10.0pt;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með beiðni 28. október 2020 leitar Sjálfseignarstofnunin Auðkúluheiði leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 2. október 2020 í málinu nr. 184/2019: Sjálfseignarstofnunin Auðkúluheiði gegn íslenska ríkinu, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Íslenska ríkið leggst gegn beiðninni. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Í málinu er deilt um hvort landsvæðið Auðkúluheiði í Húnavatnshreppi teljist þjóðlenda í heild eða hluta, í skilningi laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlands, þjóðlendna og afrétta. Með úrskurði óbyggðanefndar 19. desember 2014 í máli nr. 2/2013 var komist að þeirri niðurstöðu að allt landsvæðið Auðkúluheiði, eins og það var afmarkað í úrskurðarorðum nefndarinnar, væri þjóðlenda í afréttareign leyfisbeiðanda. Í málinu krefst leyfisbeiðandi þess að það ákvæði í úrskurðinum verði fellt úr gildi í heild eða hluta. Leyfisbeiðandi reisir kröfu sína meðal annars á því að landið sé háð beinum eignarrétti hans en hann leiði rétt sinn frá sveitarfélögum sem keypt hefðu landsvæðið af íslenska ríkinu. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Í héraðsdómi kom fram að ekki yrði ráðið af Landnámu hversu langt upp til fjalla landnám á þessu svæði hefði náð og yrðu engar afdráttarlausar ályktanir dregnar af frásögnum sem þar væri að finna. Þá vísaði héraðsdómur til þess að í dómi Hæstaréttar 10. apríl 1997 í máli nr. 66/1996, sem birtur er í dómasafni réttarins það ár á bls. 1162, hefði beinn eignarréttur að landsvæðinu verið til úrlausnar og hefði sá dómur fullt sönnunargildi um þau atvik sem í honum greindi. Í þeim dómi kom meðal annars fram að sönnur hefðu ekki verið leiddar að því að Auðkúluheiði hefði nokkurn tíma verið undirorpin fullkomnum eignarétti einstaklinga, kirkjunnar eða ríkisins, hvorki fyrir nám né með löggerningum eða öðrum hætti. Jafnframt gerði héraðsdómur grein fyrir ýmsum heimildum frá fyrri öldum og ályktaði að Auðkúluheiði hefði verið afréttur í þeim skilningi að menn hefðu átt þar óbein eignarréttindi fremur en beinan eignarrétt. Engar heimildir væru um að á Auðkúluheiði hefði nokkru sinni verið byggð eða önnur not en sumarbeit og aðrar takmarkaðar nytjar. Var talið að leyfisbeiðanda hefði hvorki tekist að sýna fram á beinan eignarrétt sinn að landsvæðinu né að hann hefði eignast landið fyrir hefð. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og vísaði til þess að undir rekstri málsins hefði leyfisbeiðandi ekki fært fram nein sönnunargögn sem bentu til annars eða breyttra aðstæðna en þeirra sem Hæstiréttur hefði lagt til grundvallar í fyrrgreindum dómi um að nýting landsvæðisins hefði ekki verið með þeim hætti að leyfisbeiðandi hefði unnið eignarhefð á heiðinni.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi telur að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng að efni til. Telur hann að Landsréttur hafi litið framhjá þeim röksemdum hans að eignarréttur að hinu umdeilda svæði hafi í öndverðu stofnast fyrir nám og að nyrsti hluti Auðkúluheiðar eigi að teljast til jarða samkvæmt elstu heimildum og sé því undirorpinn beinum eignarrétti. Það eigi að leiða til þeirrar niðurstöðu að allt land sem tilheyrði áður Auðkúlu og sé innan þinglýstra landamerkja sé eignarland en ekki þjóðlenda svo sem réttmætar væntingar leyfisbeiðanda og forvera hans hafi staðið til. Að mati leyfisbeiðanda hafi Landsréttur virt að vettugi röksemdir hans um að yfirgnæfandi líkur séu á því að þessi nyrsti hluti Auðkúluheiðar hafi verið numinn til eignar eins og annað land jarðarinnar Auðkúlu. Þessi nyrsti hluti sé gróðursæll og ekki í mikilli hæð yfir sjó. Þá sé enginn munur eða skil á landinu sem gefi til kynna að nyrsti hlutinn eigi að hafa aðra eignarréttarlega stöðu en sambærileg aðliggjandi landsvæði. Vísar leyfisbeiðandi til þess að íslenska ríkið hafi viðurkennt að tilteknar jarðir á þessum slóðum, sem náðu lengra inn til landsins, væru eignarland. Samkvæmt þessu telur leyfisbeiðandi að niðurstaða Landsréttar hvað varði varakröfur sínar um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar að hluta sé bersýnilega röng. Þá telur leyfisbeiðandi að málið sé fordæmisgefandi um eignarrétt, réttmætar væntingar og um réttarframkvæmd vegna þjóðlendulaga. Loks telur leyfisbeiðandi að niðurstaða málsins varði mikilvæga hagsmuni hans.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Að virtum gögnum málsins er hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi umfram dómsúrlausnir sem þegar hafa gengið né að það varði mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til, sbr. 4. málslið sömu málsgreinar. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því hafnað.</span></p>