<span> </span> <p style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman'; color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><span lang="IS">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.</span></p> <p style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><span lang="IS">Með beiðni 5. maí 2020 leitar X leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 7. apríl sama ár í málinu nr. 428/2019: Ákæruvaldið gegn X og Y á grundvelli 1. mgr., sbr. 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákæruvaldið telur ekki efni til að verða við beiðninni. </span></p> <p style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><span lang="IS">Með fyrrnefndum dómi Landsréttar var staðfestur dómur héraðsdóms um sakfellingu leyfisbeiðandi fyrir kynferðisbrot og brot í nánu sambandi með því að hafa nauðgað 12 ára gamalli stjúpdóttur sinni og fyrir að hafa tekið hreyfi- og ljósmyndir af brotunum gegn stúlkunni. Voru brotin talin varða við 1. mgr. 194. gr., 1. mgr. og 2. mgr. 202. gr., 1. mgr. 210. gr. a og 1. mgr. sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá var leyfisbeiðandi sakfelldur fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft í vörslum sínum myndskeið og teikni- og ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Var sú háttsemi talin varða við 2. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga. Loks var leyfisbeiðandi fundin sekur um vopnalagabrot. Með dómi héraðsdóms var leyfisbeiðandi einnig sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. b. fyrir að hafa beitt börnin A og B ofbeldi. Með vísan til neitunar leyfisbeiðanda og að teknu tilliti til vitnisburða taldi Landsréttur að ekki hefðu verið færðar sönnur fyrir því að háttsemi hans hefði verið af þeim toga sem í fyrrnefndu ákvæði fælist og var leyfisbeiðandi því sýknaður af þeim sakargiftum. Var refsing leyfisbeiðanda ákveðin fangelsi í sex ár. </span></p> <p style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><span lang="IS">Leyfisbeiðandi telur að skilyrði 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 fyrir veitingu áfrýjunarleyfis séu uppfyllt. Vísar leyfisbeiðanda til þess að hann hafi ranglega verið sakfelldur fyrir nauðgun samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga af Landsrétti og að niðurstaða réttarins hafi bæði verið röng að formi og efni. Vísar leyfisbeiðandi til þess að hann og meðákærða hafi ekki beitt brotaþola ofbeldi eða nauðung og að brotaþoli hafi tekið þátt í því sem fram fór af fúsum og frjálsum vilja. Telur leyfisbeiðandi að almennt skipti máli að fá niðurstöðu Hæstaréttar um það hvort ekki þurfi einhverja fyrirstöðu af hálfu brotaþola sem er yngri en 15 ára til þess að háttsemi teljist varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Auk þess þurfi að skera úr um það hvort ákvæði b. liðar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 88/2008 eigi við þegar tekin er skýrsla af barni sem er skyldmenni sakbornings. </span></p> <p style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><span lang="IS">Að virtum gögnum málsins verður ekki séð að leyfisbeiðnin lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu leyfisbeiðanda fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga byggði fyrst og fremst á upptökum af atvikum öllum sem lágu fyrir í málinu en skýrsla brotaþola studdi eingöngu þá niðurstöðu. Því eru ekki efni til að beita heimild 3. málsliðar 4. mgr. 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 í málinu. Er beiðninni því hafnað.<span style="mso-spacerun:yes;">&nbsp; </span></span></p>