<span> </span> <p style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman'; color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Ólafur Börkur Þorvaldsson.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Með beiðni 24. apríl 2020 leita Þorsteinn Magnússon og Þóra Sumarlína Jónsdóttir eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 27. mars 2020 í málinu nr. 471/2019: Þorsteinn Magnússon og Þóra Sumarlína Jónsdóttir gegn Vilhelmínu Sigríði Smáradóttur og Svanberg Guðleifssyni, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Vilhelmína Sigríður Smáradóttir og Svanberg Guðleifsson leggjast ekki gegn beiðninni.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Mál þetta lýtur að kröfu gagnaðila um skaðabætur vegna galla á fasteign sem þau keyptu af leyfisbeiðendum 30. maí 2016. Töldu gagnaðilar að slíkir annmarkar hefðu verið á ástandi fasteignarinnar að um hefði verið að ræða verulegan galla í skilningi fasteignakaupalaga nr. 40/2002. Undir meðferð málsins var aflað bæði undir- og yfirmatsgerðar. Í héraðsdómi voru leyfisbeiðendur dæmdir til að greiða gagnaðilum skaðabætur vegna galla á fasteigninni að teknu tilliti til niðurstöðu dómkvadds manns. Í framangreindum dómi Landsréttar var meðal annars talið að frágangur rakavarnar fasteignarinnar hefði verið andstæður viðurkenndum vinnubrögðum og góðri venju þannig að um galla hefði verið að ræða í skilningi fasteignakaupalaga. Var leyfisbeiðendum gert að greiða gagnaðilum skaðabætur að álitum.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðendur telja að skilyrði 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 fyrir veitingu áfrýjunarleyfis séu uppfyllt þar sem úrslit málsins hafi verulegt almennt fordæmisgildi um þær kröfur sem gera verður til frágangs fasteigna í tengslum við fasteignaviðskipti og um aðkomu byggingaryfirvalda í formi áfangaúttekta og ábyrgð byggingarstjóra. Þá telja leyfisbeiðendur að málið varði mikilvæga hagsmuni sína auk þess sem dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til og meðal annars í mótsögn við niðurstöðu matsmanna.</span></p> <span lang="IS" style="font-size:12.0pt;font-family:'Times New Roman',serif; mso-fareast-font-family:'Times New Roman';mso-ansi-language:IS;mso-fareast-language: EN-US;mso-bidi-language:AR-SA;"> Að virtum gögnum málsins er ekki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi umfram það sem leitt verður af öðrum dómsúrlausnum né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til, sbr. 4. málslið sömu málsgreinar. Er beiðninni því hafnað.</span>