<span> </span> <p style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman'; color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Með beiðni 4. júní 2020 leitar Bragi Gunnarsson eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 8. maí sama ár í málinu nr. 410/2019: Bragi Gunnarsson gegn þrotabúi Húsaviðhalds og viðgerða ehf., á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þrotabú Húsaviðhalds og viðgerða ehf. leggst gegn beiðninni. </span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ágreiningur í málinu lýtur að kröfu gagnaðila um endurgreiðsla á nánar tilgreindum fjármunum sem leyfisbeiðandi ráðstafaði af bankareikningi Húsaviðhalds og viðgerða ehf. inn á eigin reikning. Héraðsdómur taldi að leyfisbeiðandi hefði hvorki fært sönnur fyrir því að fjármunirnir hefðu verið nýttir í þágu félagsins né að umræddar greiðslur hefðu verið launagreiðslur til leyfisbeiðanda. Með því að nýta sér stöðu sína hjá félaginu hefði leyfisbeiðandi, sem fyrirsvarsmaður félagsins, látið það lána sér umrædda fjármuni í andstöðu við 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Bæri honum að endurgreiða lánin. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með fyrrgreindum dómi.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi byggir á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Ekki sé ljóst á hvaða grundvelli krafa gagnaðila um endurgreiðslu hafi verið reist sem hafi leitt til þess að leyfisbeiðanda hafi verið ókleift að halda uppi vörnum í málinu. Telur leyfisbeiðandi að málið hafi verulegt almennt gildi um framangreint í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 og varði sérstaklega mikilvæga fjárhagslega hagsmuni sína. </span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';"><span style="mso-spacerun:yes;">&nbsp;</span>Að virtum gögnum málsins er hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til, sbr. 4. málslið sömu málsgreinar. Er beiðninni því hafnað.</span></p>