<span> </span> <p style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman'; color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Með beiðni 27. maí 2020 leitar A leyfis Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar 14. maí 2020 í málinu nr. 193/2020: A gegn Samskipum hf., íslenska ríkinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa á grundvelli 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en til vara á grundvelli 1. mgr. sömu greinar. Samskip hf., íslenska ríkið og Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggjast gegn beiðninni.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Mál þetta lýtur að kröfu leyfisbeiðanda um að sér verði heimilað að afla frekari upplýsinga og sönnunargagna um atvik sem varða mögulegan bótarétt hans á hendur gagnaðilanum Samskipum hf. vegna sjóslyss 9. mars 1997. Leyfisbeiðandi var skipverji á […] sem sökk umræddan dag og varð fyrir líkamstjóni þegar skipið fórst. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 17. mars 2020 var kröfu leyfisbeiðanda vísað frá dómi. Úrskurður héraðsdóms var staðfestur með framangreindum úrskurði Landsréttar, þó þannig að beiðninni var hafnað. Í úrskurðinum kom meðal annars fram að leyfisbeiðandi hefði ekki fært fram viðhlítandi rök fyrir því að skilyrðum hafi verið fullnægt til að beita heimild 2. mgr. 77. gr. laga nr. 91/1991 til sönnunarfærslu fyrir dómi án þess að mál hafi verið höfðað. Leyfisbeiðandi leitar kæruleyfis til að fá niðurstöðu Landsréttar hnekkt.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Samkvæmt 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 er unnt að sækja um leyfi Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar í kærumáli þegar svo er mælt fyrir í öðrum lögum. Hvorki er í lögum nr. 91/1991 né öðrum lögum mælt fyrir um að unnt sé að sækja um leyfi Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar um það efni sem hér um ræðir. Þá getur framangreindur úrskurður Landsréttar ekki sætt kæru til Hæstaréttar án leyfis samkvæmt 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991. Verður beiðninni því hafnað.</span></p>