<span> </span> <p style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman'; color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Með beiðni 19. nóvember 2020 leitar Borverk ehf. eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 23. október sama ár í málinu nr. 343/2019: Þjótandi ehf. gegn Borverki ehf. og gagnsök, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gagnaðili leggst gegn beiðninni.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Mál þetta lýtur að uppgjöri verksamnings aðila en leyfisbeiðandi var undirverktaki gagnaðila í tengslum við útboðsverkið „Landvegur (26); Þjófafossavegur – Landmannaleið (F225-01)“ sem gagnaðili vann fyrir Vegagerðina. Leyfisbeiðanda var falið að bora og sprengja klöpp svo að gagnaðili gæti annast mölun bergsins fyrir lagningu vegarins. Skriflegur samningur milli aðila var ekki gerður en óumdeilt var að forsendur útboðsskilmála lágu að minnsta kosti að einhverju leyti til grundvallar samningi þeirra. Aðilar deila um efnismagnið sem leyfisbeiðandi geti krafist greiðslu fyrir og hvort beltagrafa eigi að ganga upp í greiðslu til leyfisbeiðanda. </span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Héraðsdómur taldi að byggja yrði á skýrslum leyfisbeiðanda um sprengt magn af föstu bergi þar sem þeim hefði ekki verið hnekkt með matsgerð eða með öðrum hætti. Næmi því heildarfjárhæðin 20.490.000 krónum en gagnaðili hefði þegar greitt 3.874.500 krónur. <span style="mso-spacerun:yes;">&nbsp;</span>Þá var talið að samningur hefði komist á milli aðila um kaup leyfisbeiðanda á umræddri beltagröfu að fjárhæð 7.600.000 krónur. Var því gagnaðila gert að greiða leyfisbeiðanda 7.191.500 krónur. Í dómi Landsréttar var á hinn bóginn vísað til þess að hvorki hefði verið sýnt fram á að samið hefði verið um að efnismagn skyldi reiknað á grundvelli sprengiskýrslna sem leyfisbeiðandi hefði lagt fram löngu eftir verklok né að hann hefði í raun sprengt það efnismagn sem þar greindi. Jafnframt var talið að hvorki yrði miðað við heildarmagn efnis samkvæmt útboðsskilmálum né það magn sem gagnaðili hefði fengið greitt fyrir frá verkkaupum þar sem gögn málsins hefðu ekki bent til þess að leyfisbeiðandi hefði lagt fram vinnu sem því næmi. Þar sem hvorugur aðili hefði lagt fram fullnægjandi gögn um hlut sinn í vinnu við losun efnis fyrir mölun taldi rétturinn að miða ætti við þá verkstöðu sem bókuð var á fyrsta verkfundi eftir að leyfisbeiðandi vék af verkstað. Þá var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að umrædd beltagrafa skyldi ganga upp í greiðslu til leyfisbeiðanda. Var gagnaðila gert að greiða leyfisbeiðanda 201.500 krónur.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi byggir á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem með dóminum sé vikið frá þeirri meginreglu og dómvenju að þegar ekki er deilt um að tiltekið verk hafi verið unnið hvíli á skuldara að sanna að útgefnir reikningar endurspegli ekki eðlilegt og sanngjarnt endurgjald, t.d. með öflun matsgerðar. Þá telur leyfisbeiðandi að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Vísar hann til þess að dómurinn byggi á röngum forsendum hvað varðar rýrnun malaðs efnis þar sem lagt var til grundvallar að rúmmál sprengds efnis hafi rýrnað um 30% við mölun. Leyfisbeiðandi bendir á að við mölun sprengds bergs verði þvert á móti rúmmálsaukning og hér sé því um misskilning að ræða hjá Landsrétti.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;mso-pagination:none;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height: 150%;">Að virtum gögnum málsins er ekki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi umfram dómsúrlausnir sem þegar hafa gengið í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að í dómi Landsréttar gæti misskilnings varðandi þau atriði sem leyfisbeiðandi vísar til eða að hann sé að öðru leyti bersýnilega rangur að efni til, sbr. 4. málslið sömu greinar.</span><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman';"> Beiðninni er því hafnað.</span></p>