Dómarar

Mynd af dómurum Hæstaréttar
 • Benedikt Bogason

  upplýsingar

  Fæddur 1965, skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 2012.

  Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1985.

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1990.

  Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði 1990 -1992.

  Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjaness 1992 – 1995.

  Aðstoðarmaður hæstaréttardómara 1995 - 1997

  Skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1997 – 2001.

  Héraðsdómari án fastrar starfsstöðvar 2001 – 2003.

  Dómstjóri Héraðsdóms Vesturlands 2003 – 2012.

  Helstu aukastörf:

  Stundarkennari í kröfurétti og réttarfari við lagadeild Háskóla Íslands frá 1993, lektor frá 2002 og dósent frá 2005.

  Formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1991 -1998.

  Ritari og starfsmaður réttarfarsnefndar frá 1997.

  Formaður refsiréttarnefndar 1997 – 2003.

  Varaformaður kærunefndar barnaverndarmála frá 2002.

  Formaður endurskoðendaráðs 2003 - 2008.

  Formaður útvarpsréttarnefndar 2004 – 2011.

  Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 2005 – 2008.

  Í dómstólaráði 2007 – 2012.

  Varadómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg 2007 – 2012.

 • Eiríkur Tómasson

  upplýsingar

  Fæddur 1950, skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 2011.

  Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1970.

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1975.

  Framhaldsnám í stjórnsýslurétti við Háskólann í Lundi, Svíþjóð 1975 – 1976.

  Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1976 – 1977 og aðstoðarmaður ráðherra þar 1977 – 1979.

  Héraðsdómslögmaður 1980 – 1984 og hæstaréttarlögmaður 1984 – 1994.

  Prófessor í réttarfari við lagadeild háskóla Íslands 1994 – 2011.

  Helstu aukastörf:

  Framkvæmdastjóri Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEFs) 1987 – 2011.

  Formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál 1997 – 2004.

  Formaður prófnefndar samkvæmt lögum um lögmenn 1999 – 2006.

  Formaður áfrýjunarnefndar samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar 2008 – 2011.

  Formaður dómnefndar um hæfi umsækjenda um dómaraembætti frá 2011.

  Í réttarfarsnefnd 1988 – 1992 og frá 1994 þar af formaður frá 2012.

  Í höfundarréttarnefnd 1995 – 2011.

  Í nefnd um dómarastörf 2007 – 2011.

  Stundarkennari við viðskiptadeild og síðar lagadeild Háskóla Íslands 1976 – 1994.

  Forseti lagadeildar Háskóla Íslands 2002 – 2005.

  Varaforseti háskólaráðs Háskóla Íslands 2004 – 2006.

  Í stjórn Lögmannafélags Íslands 1984 – 1986.

  Formaður Lögfræðingafélags Íslands 1986 – 1988.

  Formaður Höfundarréttarfélags Íslands 2000 – 2012.

 • Greta Baldursdóttir

  upplýsingar

  Fædd 1954, skipuð hæstaréttardómari frá 1. september 2011.

  Stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1975.

  Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1980.

  Lauk þriggja missera rekstrar – og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1999.

  Dómarafulltrúi við embætti yfirborgarfógetans í Reykjavík 1980 – 1988.

  Settur borgarfógeti 1988 – 1992.

  Deildarstjóri við embætti sýslumannsins í Reykjavík 1992 – 1993.

  Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur 1993 – 1994, skrifstofustjóri þar 1994 – 1999 og héraðsdómari þar 1999 -2011.

  Helstu aukastörf:

  Í áfrýjunarnefnd samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 2011.

  Formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1998 – 2006.

  Í stjórn Dómarafélags Íslands 2005 – 2011.

 • Helgi Ingólfur Jónsson, varaforseti Hæstaréttar

  upplýsingar

  Fæddur 1955, skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 2012.

  Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1975.

  Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1980.

  Fulltrúi á lögmannsstofu Gylfa og Svölu Thorlacius 1980.

  Dómarafulltrúi við embætti bæjarfógetans á Sauðárkróki og sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu 1980 – 1983.

  Dómarafulltrúi við sakadóm Reykjavíkur 1983 – 1985.

  Dómarafulltrúi við embætti bæjarfógetans á Ísafirði og sýslumannsins í Ísafjarðarsýslu 1985.

  Settur sakadómari við sakadóm Reykjavíkur 1985.

  Deildarstjóri í dóms og kirkjumálaráðuneytinu 1986.

  Sakadómari við sakadóm Reykjavíkur 1986 – 1992.

  Héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur 1992 – 2011, þar af dómstjóri frá 2003.

  Settur hæstaréttardómari 2011 – 2012.


  Helstu aukastörf:


  Varamaður í gjafsóknarnefnd 1992 – 2000 og aðalmaður í nefndinni 2000 – 2012.

  Í stjórn Dómarafélags Íslands 1992 – 2003, varaformaður 1995 – 1999 og formaður 1999 – 2003.

  Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá 1995 – 2012, varaformaður 2005 – 2008 og formaður 2008 – 2012.

  Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 2001 – 2003 og 2009 – 2012.

 • Ingveldur Einarsdóttir, sett

  upplýsingar

  Fædd 1959, settur hæstaréttardómari 1. janúar 2013 til 15. september 2017.

  Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1985

  Próf í umhverfisrétti við lagadeild Uppsala Universitet 1997

  Nám við lagadeild Oslo Universitet í mannréttindum 2011

  Nám við lagadeild Háskóla Íslands í Evrópurétti, EES rétti og starfsmannarétti 2012


  Dómarafulltrúi við embætti yfirborgarfógetans í Reykjavík 1985-1992 og við Héraðsdóm Reykjavíkur 1992-1997.

  Settur borgarfógeti 1991

  Settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 1995

  Kennslustjóri við Lagadeild Háskóla Íslands 1998

  Lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis 1998-1999

  Skipuð héraðsdómari 1999

  Settur dómstjóri við Héraðsdóm Suðurlands 2001-2002, dómstjóri við sama dómstól 2003-2004.

  Héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 2004 -2012


  Helstu aukastörf


  Stundakennari við Háskóla Íslands í gerð raunhæfra verkefna 1994-1995 og í erfðarétti 1999-2000.

  Formaður Barnaverndarráðs Íslands 1997-2002

  Formaður kærunefndar barnaverndarmála 2004-2013

  Aðalmaður í nefnd sem annast prófraun fyrir umsækjendur um réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður 2000-2009

  Aðalmaður í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema frá 2006

  Aðalmaður í Dómstólaráði 2000-2006, varaformaður 2003-2005 og formaður 2005-2006

  Formaður Dómarafélags Íslands 2009-2011

   

 • Karl Axelsson

  upplýsingar

  Fæddur 1962, settur hæstaréttardómari 16. október 2014 – 30. júní 2015, skipaður hæstaréttardómari frá 12. október 2015.

  Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlið 1982.

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1990.

  Fulltrúi hjá bæjarfógetans í Hafnarfirði, Garðakaupstað og sýslumannsins í Kjósarsýslu 1990 – 1991.

  Framkvæmdastjóri Húseigandafélagsins 1991 – 1993.

  Fulltrúi á lögmannsstofu 1993 - 1996.

  Sjálfstætt starfandi lögmaður 1996 – 2015.

  Héraðsdómslögmaður 1993 og hæstaréttarlögmaður 1997.

  Helstu aukastörf:

  Stundarkennari í eignarrétti við lagadeild Háskóla Íslands 1992 – 1995, aðjúnkt 1995 – 2002, lektor 2002 – 2007 og dósent frá 2007.

  Í kærunefnd fjöleignarhúsamála 1995 – 2010.

  Í kærunefnd húsamála frá 2010.

  Varaformaður óbyggðarnefndar 1998 – 2012 og formaður frá 2012.

  Formaður Fjölmiðlanefndar frá 2013.

  Í stjórn Lögmannafélags Íslands 2013 – 2015.

  Stjórnarformaður LEX 2005 – 2013.

 • Markús Sigurbjörnsson

  upplýsingar

  Fæddur 1954, skipaður hæstaréttardómari frá 1. júlí 1994. Varaforseti Hæstaréttar 2002 og 2003 og forseti Hæstaréttar 2004 og 2005 og frá ársbyrjun 2012.

  Stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1974.

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1979.

  Framhaldsnám við Det Retsvidenskabelige Institut við Kaupmannahafnarháskóla 1979 – 1981.

  Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík, Njarðvík og Grindavík og sýslumanninum í Gullbringusýslu 1979.

  Fulltrúi hjá yfirborgarfógetanum í Reykjavík 1981 – 1985.

  Borgarfógeti í Reykjavík 1985 – 1988.

  Prófessor í réttarfari við lagadeild Háskóla Íslands 1988 -1994.

  Helstu aukastörf:

  Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 1984 – 1988.

  Í réttarfarsnefnd 1986 – 2011, þar af formaður 1994 – 2011.

  Í lögskýringarnefnd Háskóla Íslands 1988 – 1994, þar af formaður 1990 – 1994.

  Ritstjóri lagasafns 1992 – 1999.

  Í stjórn Dómarafélags Reykjavíkur 1985 – 1988.

  Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1992 – 1994.

 • Ólafur Börkur Þorvaldsson

  upplýsingar

  Fæddur 1961, skipaður hæstaréttardómari 1. september 2003.

  Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1982.

  Embættispróf í lögræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1987.

  Meistarapróf í evrópurétti við Háskólann í Lundi, Svíþjóð 2002.

  Fulltrúi hjá yfirsakadómaranum í Reykjavík 1987 – 1988.

  Fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Húsavík og sýslumanninum í Þingeyjarsýslu 1988 - 1990.

  Settur héraðsdómari við embætti bæjarfógetans í Neskaupstað, bæjarfógetans á Eskifirði og sýslumannsins í Suður-Múlasýslu, sýslumannsins í Austur-Skaftafellssýslu og bæjarfógetans á Seyðisfirði og sýslumannsins í Norður-Múlasýslu 1990 – 1992.

  Héraðsdómari við Héraðsdóm Austurlands 1992 -1997.

  Héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands 1997 – 2003, þar af dómstjóri frá 1998.

  Helstu aukastörf:


  Í stjórn Dómarafélags Íslands 1992 – 1994 og 2014 - 2016 .

  Formaður Endurskoðendaráðs 2001 – 2003.

 • Páll Hreinsson - í leyfi

  upplýsingar

  Fæddur 1963. Skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 2007. Í leyfi frá störfum frá 2009 til ágúst 2010 og frá september 2011.

  Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1983.

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1988.

  Framhaldsnám í stjórnsýslurétti og stjórnsýslufræðum við Kaupmannahafnarháskóla 1990 – 1991.

  Doktor juris frá Háskóla Íslands 2005.

  Fulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík 1988 – 1991.

  Aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis 1991 – 1997.

  Dósent við lagadeild háskóla Íslands 1997 – 1999.

  Prófessor við lagadeild háskóla Íslands 1999 – 2007.

  Dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg frá 2011.

  Helstu aukastörf:

  Í jafnréttisnefnd háskólaráðs Háskóla Íslands 1997 – 2000.

  Formaður tölvunefndar 1999 – 2001.

  Formaður stjórnar Persónuverndar 2001 – 2011.

  Formaður sifjalaganefndar 1999 – 2002.

  Í Rannsóknarráði Íslands 2000 – 2003.

  Í stjórn Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands 2001 – 2004.

  Formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál 2005 – 2007.

  Forseti lagadeildar Háskóla Íslands 2005 – 2007.

 • Viðar Már Matthíasson

  upplýsingar

  Fæddur 1954, skipaður hæstaréttardómari frá 10. september 2010. Varaforseti Hæstaréttar frá ársbyrjun 2012.

  Stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1974.

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1979.

  Framhaldsnám við lagadeild Háskólans í Osló 1979 – 1981 og Uppsalaháskola 1995 – 1996.

  Fulltrúi á lögmannsstofu Arnmundar Backman hrl. 1981 – 1985.

  Meðeigandi að Málflutningsstofunni Borgartún 24, Reykjavík 1985 – 1996.

  Héraðsdómslögmaður 1982 og hæstaréttarlögmaður 1987.

  Prófessor í skaðabótarétti við lagadeild Háskóla Íslands 1996 – 2010.

  Settur hæstaréttardómari 2009 – 2010.

  Helstu aukastörf:

  Í réttarfarsnefnd 1991 – 2012.

 • Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar

  upplýsingar

  Fæddur 1952, skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 2011.

  Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973.

  Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1978.

  Meistarapróf (LL.M) í þjóðarrétti og alþjóðlegum einkamálarétti frá lagadeild Harvard háskóla í Cambridge, Massachusetts, Bandaríkjunum 1980.

  Dómarafulltrúi við embætti yfirborgardómarans í Reykjavík 1978 – 1982.

  Aðstoðarmaður hæstaréttardómara 1982 – 1984.

  Dósent við lagadeild háskóla Íslands 1984 – 1986.

  Borgardómari í Reykjavík 1986 -1987.

  Prófessor í kröfurétti o.fl. við lagadeild Háskóla Íslands 1987 – 1999.

  Ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum 1999 – 2003.

  Dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg 2003 – 2011.

  Helstu aukastörf:

  Formaður áfrýjunarnefndar í vörumerkja- og einkaleyfamálum 1984 – 1990.

  Formaður Tölvunefndar 1986 – 1999.

  Forseti lagadeildar Háskóla Íslands 1995 – 1997.

  Varaforseti háskólaráðs Háskóla Íslands 1996 – 1997.