Dómarar

Mynd af dómurum Hæstaréttar
 • Benedikt Bogason

  upplýsingar

  Fæddur 1965, skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 2012.

  Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1985.

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1990.

  Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði 1990 -1992.

  Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjaness 1992 – 1995.

  Aðstoðarmaður hæstaréttardómara 1995 - 1997

  Skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1997 – 2001.

  Héraðsdómari án fastrar starfsstöðvar 2001 – 2003.

  Dómstjóri Héraðsdóms Vesturlands 2003 – 2012.

  Helstu aukastörf:

  Stundarkennari í kröfurétti og réttarfari við lagadeild Háskóla Íslands frá 1993, lektor frá 2002 og dósent frá 2005.

  Formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1991 -1998.

  Ritari og starfsmaður réttarfarsnefndar frá 1997.

  Formaður refsiréttarnefndar 1997 – 2003.

  Varaformaður kærunefndar barnaverndarmála frá 2002.

  Formaður endurskoðendaráðs 2003 - 2008.

  Formaður útvarpsréttarnefndar 2004 – 2011.

  Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 2005 – 2008.

  Í dómstólaráði 2007 – 2012.

  Varadómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg 2007 – 2012.

 • Eiríkur Tómasson

  upplýsingar

  Fæddur 1950, skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 2011.

  Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1970.

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1975.

  Framhaldsnám í stjórnsýslurétti við Háskólann í Lundi, Svíþjóð 1975 – 1976.

  Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1976 – 1977 og aðstoðarmaður ráðherra þar 1977 – 1979.

  Héraðsdómslögmaður 1980 – 1984 og hæstaréttarlögmaður 1984 – 1994.

  Prófessor í réttarfari við lagadeild háskóla Íslands 1994 – 2011.

  Helstu aukastörf:

  Framkvæmdastjóri Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEFs) 1987 – 2011.

  Formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál 1997 – 2004.

  Formaður prófnefndar samkvæmt lögum um lögmenn 1999 – 2006.

  Formaður áfrýjunarnefndar samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar 2008 – 2011.

  Formaður dómnefndar um hæfi umsækjenda um dómaraembætti frá 2011.

  Í réttarfarsnefnd 1988 – 1992 og frá 1994 þar af formaður frá 2012.

  Í höfundarréttarnefnd 1995 – 2011.

  Í nefnd um dómarastörf 2007 – 2011.

  Stundarkennari við viðskiptadeild og síðar lagadeild Háskóla Íslands 1976 – 1994.

  Forseti lagadeildar Háskóla Íslands 2002 – 2005.

  Varaforseti háskólaráðs Háskóla Íslands 2004 – 2006.

  Í stjórn Lögmannafélags Íslands 1984 – 1986.

  Formaður Lögfræðingafélags Íslands 1986 – 1988.

  Formaður Höfundarréttarfélags Íslands 2000 – 2012.

 • Greta Baldursdóttir

  upplýsingar

  Fædd 1954, skipuð hæstaréttardómari frá 1. september 2011.

  Stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1975.

  Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1980.

  Lauk þriggja missera rekstrar – og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1999.

  Dómarafulltrúi við embætti yfirborgarfógetans í Reykjavík 1980 – 1988.

  Settur borgarfógeti 1988 – 1992.

  Deildarstjóri við embætti sýslumannsins í Reykjavík 1992 – 1993.

  Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur 1993 – 1994, skrifstofustjóri þar 1994 – 1999 og héraðsdómari þar 1999 -2011.

  Helstu aukastörf:

  Í áfrýjunarnefnd samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 2011.

  Formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1998 – 2006.

  Í stjórn Dómarafélags Íslands 2005 – 2011.

 • Helgi Ingólfur Jónsson, varaforseti Hæstaréttar

  upplýsingar

  Fæddur 1955, skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 2012. Varaforseti Hæstaréttar frá 01.01.2017 - 31.12.2021.

  Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1975.

  Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1980.

  Fulltrúi á lögmannsstofu Gylfa og Svölu Thorlacius 1980.

  Dómarafulltrúi við embætti bæjarfógetans á Sauðárkróki og sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu 1980 – 1983.

  Dómarafulltrúi við sakadóm Reykjavíkur 1983 – 1985.

  Dómarafulltrúi við embætti bæjarfógetans á Ísafirði og sýslumannsins í Ísafjarðarsýslu 1985.

  Settur sakadómari við sakadóm Reykjavíkur 1985.

  Deildarstjóri í dóms og kirkjumálaráðuneytinu 1986.

  Sakadómari við sakadóm Reykjavíkur 1986 – 1992.

  Héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur 1992 – 2011, þar af dómstjóri frá 2003.

  Settur hæstaréttardómari 2011 – 2012.


  Helstu aukastörf:


  Varamaður í gjafsóknarnefnd 1992 – 2000 og aðalmaður í nefndinni 2000 – 2012.

  Í stjórn Dómarafélags Íslands 1992 – 2003, varaformaður 1995 – 1999 og formaður 1999 – 2003.

  Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá 1995 – 2012, varaformaður 2005 – 2008 og formaður 2008 – 2012.

  Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 2001 – 2003 og 2009 – 2012.

 • Ingveldur Einarsdóttir, sett

  upplýsingar

  Fædd 1959, settur hæstaréttardómari 1. janúar 2013 til 15. september 2017.

  Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1985

  Próf í umhverfisrétti við lagadeild Uppsala Universitet 1997

  Nám við lagadeild Oslo Universitet í mannréttindum 2011

  Nám við lagadeild Háskóla Íslands í Evrópurétti, EES rétti og starfsmannarétti 2012


  Dómarafulltrúi við embætti yfirborgarfógetans í Reykjavík 1985-1992 og við Héraðsdóm Reykjavíkur 1992-1997.

  Settur borgarfógeti 1991

  Settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 1995

  Kennslustjóri við Lagadeild Háskóla Íslands 1998

  Lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis 1998-1999

  Skipuð héraðsdómari 1999

  Settur dómstjóri við Héraðsdóm Suðurlands 2001-2002, dómstjóri við sama dómstól 2003-2004.

  Héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 2004 -2012


  Helstu aukastörf


  Stundakennari við Háskóla Íslands í gerð raunhæfra verkefna 1994-1995 og í erfðarétti 1999-2000.

  Formaður Barnaverndarráðs Íslands 1997-2002

  Formaður kærunefndar barnaverndarmála 2004-2013

  Aðalmaður í nefnd sem annast prófraun fyrir umsækjendur um réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður 2000-2009

  Aðalmaður í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema frá 2006

  Aðalmaður í Dómstólaráði 2000-2006, varaformaður 2003-2005 og formaður 2005-2006

  Formaður Dómarafélags Íslands 2009-2011

   

 • Karl Axelsson

  upplýsingar

  Fæddur 1962, settur hæstaréttardómari 16. október 2014 – 30. júní 2015, skipaður hæstaréttardómari frá 12. október 2015.

  Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlið 1982.

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1990.

  Fulltrúi hjá bæjarfógetans í Hafnarfirði, Garðakaupstað og sýslumannsins í Kjósarsýslu 1990 – 1991.

  Framkvæmdastjóri Húseigandafélagsins 1991 – 1993.

  Fulltrúi á lögmannsstofu 1993 - 1996.

  Sjálfstætt starfandi lögmaður 1996 – 2015.

  Héraðsdómslögmaður 1993 og hæstaréttarlögmaður 1997.

  Helstu aukastörf:

  Stundarkennari í eignarrétti við lagadeild Háskóla Íslands 1992 – 1995, aðjúnkt 1995 – 2002, lektor 2002 – 2007 og dósent frá 2007.

  Í kærunefnd fjöleignarhúsamála 1995 – 2010.

  Í kærunefnd húsamála frá 2010.

  Varaformaður óbyggðarnefndar 1998 – 2012 og formaður frá 2012.

  Formaður Fjölmiðlanefndar frá 2013.

  Í stjórn Lögmannafélags Íslands 2013 – 2015.

  Stjórnarformaður LEX 2005 – 2013.

 • Markús Sigurbjörnsson

  upplýsingar

  Fæddur 1954, skipaður hæstaréttardómari frá 1. júlí 1994. Varaforseti Hæstaréttar 2002 og 2003 og forseti Hæstaréttar 2004 og 2005 og frá 01.01.2012 - 31.12.2016.

  Stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1974.

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1979.

  Framhaldsnám við Det Retsvidenskabelige Institut við Kaupmannahafnarháskóla 1979 – 1981.

  Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík, Njarðvík og Grindavík og sýslumanninum í Gullbringusýslu 1979.

  Fulltrúi hjá yfirborgarfógetanum í Reykjavík 1981 – 1985.

  Borgarfógeti í Reykjavík 1985 – 1988.

  Prófessor í réttarfari við lagadeild Háskóla Íslands 1988 -1994.

  Helstu aukastörf:

  Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 1984 – 1988.

  Í réttarfarsnefnd 1986 – 2011, þar af formaður 1994 – 2011.

  Í lögskýringarnefnd Háskóla Íslands 1988 – 1994, þar af formaður 1990 – 1994.

  Ritstjóri lagasafns 1992 – 1999.

  Í stjórn Dómarafélags Reykjavíkur 1985 – 1988.

  Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1992 – 1994.

 • Ólafur Börkur Þorvaldsson

  upplýsingar

  Fæddur 1961, skipaður hæstaréttardómari 1. september 2003.

  Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1982.

  Embættispróf í lögræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1987.

  Meistarapróf í evrópurétti við Háskólann í Lundi, Svíþjóð 2002.

  Fulltrúi hjá yfirsakadómaranum í Reykjavík 1987 – 1988.

  Fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Húsavík og sýslumanninum í Þingeyjarsýslu 1988 - 1990.

  Settur héraðsdómari við embætti bæjarfógetans í Neskaupstað, bæjarfógetans á Eskifirði og sýslumannsins í Suður-Múlasýslu, sýslumannsins í Austur-Skaftafellssýslu og bæjarfógetans á Seyðisfirði og sýslumannsins í Norður-Múlasýslu 1990 – 1992.

  Héraðsdómari við Héraðsdóm Austurlands 1992 -1997.

  Héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands 1997 – 2003, þar af dómstjóri frá 1998.

  Helstu aukastörf:


  Í stjórn Dómarafélags Íslands 1992 – 1994 og 2014 - 2016 .

  Formaður Endurskoðendaráðs 2001 – 2003.

 • Páll Hreinsson - í leyfi

  upplýsingar

  Fæddur 1963. Skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 2007. Í leyfi frá störfum frá 2009 til ágúst 2010 og frá september 2011.

  Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1983.

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1988.

  Framhaldsnám í stjórnsýslurétti og stjórnsýslufræðum við Kaupmannahafnarháskóla 1990 – 1991.

  Doktor juris frá Háskóla Íslands 2005.

  Fulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík 1988 – 1991.

  Aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis 1991 – 1997.

  Dósent við lagadeild háskóla Íslands 1997 – 1999.

  Prófessor við lagadeild háskóla Íslands 1999 – 2007.

  Dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg frá 2011.

  Helstu aukastörf:

  Í jafnréttisnefnd háskólaráðs Háskóla Íslands 1997 – 2000.

  Formaður tölvunefndar 1999 – 2001.

  Formaður stjórnar Persónuverndar 2001 – 2011.

  Formaður sifjalaganefndar 1999 – 2002.

  Í Rannsóknarráði Íslands 2000 – 2003.

  Í stjórn Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands 2001 – 2004.

  Formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál 2005 – 2007.

  Forseti lagadeildar Háskóla Íslands 2005 – 2007.

 • Viðar Már Matthíasson

  upplýsingar

  Fæddur 1954, skipaður hæstaréttardómari frá 10. september 2010. Varaforseti Hæstaréttar frá 01.01.2012 - 31.12.2016.

  Stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1974.

  Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1979.

  Framhaldsnám við lagadeild Háskólans í Osló 1979 – 1981 og Uppsalaháskola 1995 – 1996.

  Fulltrúi á lögmannsstofu Arnmundar Backman hrl. 1981 – 1985.

  Meðeigandi að Málflutningsstofunni Borgartún 24, Reykjavík 1985 – 1996.

  Héraðsdómslögmaður 1982 og hæstaréttarlögmaður 1987.

  Prófessor í skaðabótarétti við lagadeild Háskóla Íslands 1996 – 2010.

  Settur hæstaréttardómari 2009 – 2010.

  Helstu aukastörf:

  Í réttarfarsnefnd 1991 – 2012.

 • Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar

  upplýsingar

  Fæddur 1952, skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 2011. Forseti Hæstaréttar frá 01.01.2017 - 31.12.2021.

  Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973.

  Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1978.

  Meistarapróf (LL.M) í þjóðarrétti og alþjóðlegum einkamálarétti frá lagadeild Harvard háskóla í Cambridge, Massachusetts, Bandaríkjunum 1980.

  Dómarafulltrúi við embætti yfirborgardómarans í Reykjavík 1978 – 1982.

  Aðstoðarmaður hæstaréttardómara 1982 – 1984.

  Dósent við lagadeild háskóla Íslands 1984 – 1986.

  Borgardómari í Reykjavík 1986 -1987.

  Prófessor í kröfurétti o.fl. við lagadeild Háskóla Íslands 1987 – 1999.

  Ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum 1999 – 2003.

  Dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg 2003 – 2011.

  Helstu aukastörf:

  Formaður áfrýjunarnefndar í vörumerkja- og einkaleyfamálum 1984 – 1990.

  Formaður Tölvunefndar 1986 – 1999.

  Forseti lagadeildar Háskóla Íslands 1995 – 1997.

  Varaforseti háskólaráðs Háskóla Íslands 1996 – 1997.