Breytt fyrirkomulag dómsuppkvaðningar

Eftir að ný dómstólaskipan tók gildi fer munnlegur málflutningur í Hæstarétti nú oftast fram á miðvikudögum klukkan 9 í dómsal 1. Ákveðið hefur verið að dómar í munnlega fluttum málum, sem tilbúnir eru til uppkvaðningar, verði kveðnir upp klukkan 9 fyrir málflutning sem hefst þá klukkan 9.10 en áður hafði verið haldið sérstakt þinghald á fimmtudögum fyrir dómsuppsögu. Þeir dómar sem kveðnir eru upp birtast á heimasíðu réttarins klukkan 9.30.