Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna heimsækir Hæstarétt

Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna heimsótti Hæstarétt í gær en hann er starfræktur í samstarfi við utanríkisráðuneytið og er liður í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.  Í ár eru nemendur skólans alls 23 talsins frá 13 löndum, þ.e. Afganistan, Bosníu og Hersegóvínu, Eþíópíu, Gana, Indlandi, Kenía, Kosovo, Malaví, Mósambík, Nígeríu, Palestínu, Serbíu og Úganda. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni.

Á hverju ári koma fjölmargir gestir, bæði innlendir og erlendir, í heimsókn í húsnæði Hæstaréttar til að hlusta á málflutning, vera viðstaddir dómsuppsögu, til að skoða húsnæði réttarins eða koma í heimsókn í skipulögðum hópum og fá leiðsögn þar sem húsnæði réttarins er sýnt og sagt frá starfsemi hans. Voru þessir gestir 1.330 talsins árið 2018, 1.560 árið 2017, 2.089 árið 2016, 1.905 árið 2015 og 2.133 árið 2014. Eru þá ekki meðtaldir málflytjendur eða aðrir sem eiga erindi við afgreiðslu réttarins.