Deilt um rétt til launa í uppsagnarfresti

Í dag féll dómur í máli þar sem deilt var um rétt fyrrum framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs til launa í uppsagnarfresti. Tildrög starfsloka framkvæmdastjórans mátti rekja til umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kastljóss sem þá var fyrirhuguð um hin svonefndu Panamaskjöl, en framkvæmdastjórinn hafði látið frá sér fara yfirlýsingu um starfslok sín hjá sjóðnum vegna þessa. Talið var að stjórn lífeyrissjóðsins hefði mátt vera ljóst að framkvæmdastjórinn ætlaði sér ekki að hverfa frá starfi sínu án þess að til launagreiðslna í uppsagnarfresti kæmi. Þá hefði ekki verið sýnt fram á að framkvæmdastjórinn hefði brotið svo af sér í starfi að varðaði riftun ráðningarsamnings hans og fyrirvaralausum brottrekstri. Var krafa hans um ógreidd laun í uppsagnarfresti því tekin til greina.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.