Tveimur sakamálum vísað heim í hérað

Í dag voru í Hæstarétti kveðnir upp dómar í tveimur sakamálum þar sem hinir áfrýjuðu dómar voru ómerktir og málunum vísað heim í hérað. 

Í fyrra málinu var talið að í héraðsdómi hefði ekki verið tekin afstaða til sakargifta með þeim hætti sem lög gerðu ráð fyrir og rökstuðningur fyrir niðurstöðu dómsins því ófullnægjandi. Var málinu því vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. 

Í seinna málinu komu fram nýjar upplýsingar er málið varðaði eftir að héraðsdómur gekk. Hæstiréttur taldi þær ekki valda því að vísa bæri málinu frá héraðsdómi svo sem ákærðu kröfðust, þar sem því yrði ekki slegið föstu að rannsókn lögreglu hefði verið í ósamræmi við 53. gr. og 54. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Á hinn bóginn taldi Hæstiréttur að rannsókn á tilteknum atriðum varðandi gögnin gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum refsiákvæðisins sem ákært var fyrir hefði verið fullnægt sem og við ákvörðum um refsihæð yrðu skilyrði sakfellingar talin vera fyrir hendi. Samkvæmt því voru hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði ómerkt frá upphafi aðalmeðferðar og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar.

Dómana má lesa í heild sinni hér og hér.