Breytingar á starfsliði

Hinn 31. ágúst sl. lét Eiríkur Tómasson af störfum sem dómari við réttinn sökum aldurs. Þá féll skipun Ingveldar Einarsdóttir sem setts hæstaréttardómara niður 15. september sl. Starfaði hún í fjarveru Páls Hreinssonar dómara við EFTA-dómstólinn en honum var veitt lausn frá embætti hæstaréttardómara sama dag. Ekki verður skipað í stöður þeirra dómara sem nú hafa látið af störfum þar sem gert er ráð fyrir því að dómurum við réttinn fækki niður í sjö í tengslum við stofnun Landsréttar.