Print

Mál nr. 578/2017

Ómar Stefánsson (Arnar Þór Stefánsson lögmaður)
gegn
íslenska ríkinu (Fanney Rós Þorsteinsdóttir lögmaður)
Lykilorð
  • Ríkisstarfsmenn
  • Stöðuveiting
  • Stjórnsýsla
Reifun

Ó höfðaði mál gegn Í í kjölfar þess að hann hlaut ekki skipun í embætti formanns og forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ó byggði á því að gengið hefði verið fram hjá sér með ólögmætum hætti við skipun í embættið og að hann hafi verið hæfari eða a.m.k. jafn hæfur og N. Í dómi Hæstaréttar kom fram að Ó hefði hvorki sýnt fram á að hæfiskröfur, sem tilgreindar hefðu verið í auglýsingu um starfið hefðu verið ómálefnalegar né að honum hefði verið mismunað við meðferð umsókna eða málsmeðferðina að öðru leyti. Var því talið að Ó hefði ekki sannað að hann hefði verið jafn hæfur eða hæfari en sá umsækjandi sem embættið hlaut. Var Í því sýknað af kröfum Ó.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma Viðar Már Matthíasson hæstaréttardómari, Garðar Gíslason settur hæstaréttardómari og Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 14. september 2017. Hann krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér aðallega 11.849.900 krónur en til vara 6.956.771 krónu, í báðum tilvikum með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 3.000.000 krónum frá 10. desember 2013 til 7. nóvember 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af allri fjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags. Að því frágengnu krefst áfrýjandi þess að viðurkennt verði að með skipan Nönnu Magnadóttur í embætti formanns og forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá og með 1. janúar 2014 hafi stefndi brotið gegn rétti hans með ólögmætum hætti. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.

Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

Áfrýjandi sótti um embætti formanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem auglýst var laust til umsóknar 7. september 2013. Að loknum umsóknarfresti 23. sama mánaðar voru umsóknir metnar og umsækjendur boðaðir í viðtöl, auk þess sem lögð voru fyrir þá próf eins og grein er gerð fyrir í hinum áfrýjaða dómi.

Áfrýjandi hefur hvorki sýnt fram á að hæfiskröfur, sem tilgreindar voru í auglýsingu um starfið hafi verið ómálefnalegar né að honum hafi verið mismunað við meðferð umsókna og málsmeðferðina að öðru leyti. Hann hefur því ekki sannað að hann hafi verið jafn hæfur eða hæfari en sá umsækjandi sem embættið hlaut.

Samkvæmt þessu en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur.

Rétt er að hvor aðila beri sinn málskostnað fyrir Hæstarétti.

Dómsorð:

Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.

 

 

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 26. júní 2017.

Mál þetta er höfðað 7. október 2016 og dómtekið 30. maí sl. Stefnandi er Ómar Stefánsson, Öldugranda 3, Reykjavík en stefndi íslenska ríkið.

                Stefnandi krefst þess aðallega að stefnda verði dæmt til að greiða honum 8.849.900 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu        

af

kr.

120.297,-

frá

1.feb.14

til

1.mar.14

af

kr.

244.266,-

frá

þeim degi

til

1.apr.14

af

kr.

368.235,-

frá

þeim degi

til

1.maí.14

af

kr.

492.204,-

frá

þeim degi

til

1.jún.14

af

kr.

616.173,-

frá

þeim degi

til

1.júl.14

af

kr.

740.142,-

frá

þeim degi

til

1.ágú.14

af

kr.

864.111,-

frá

þeim degi

til

1.sep.14

af

kr.

988.080,-

frá

þeim degi

til

1.okt.14

af

kr.

1.112.049,-

frá

þeim degi

til

1.nóv.14

af

kr.

1.236.018,-

frá

þeim degi

til

1.des.14

af

kr.

1.359.987,-

frá

þeim degi

til

1.jan.15

af

kr.

1.483.956,-

frá

þeim degi

til

1.feb.15

af

kr.

1.607.925,-

frá

þeim degi

til

1.mar.15

af

kr.

1.701.318,-

frá

þeim degi

til

1.apr.15

af

kr.

1.803.404,-

frá

þeim degi

til

1.maí.15

af

kr.

1.905.490,-

frá

þeim degi

til

1.jún.15

af

kr.

2.007.576,-

frá

þeim degi

til

1.júl.15

af

kr.

2.109.662,-

frá

þeim degi

til

1.ágú.15

af

kr.

2.211.748,-

frá

þeim degi

til

1.sep.15

af

kr.

2.313.834,-

frá

þeim degi

til

1.okt.15

af

kr.

2.415.920,-

frá

þeim degi

til

1.nóv.15

af

kr.

2.518.006,-

frá

þeim degi

til

1.des.15

af

kr.

2.620.092,-

frá

þeim degi

til

1.jan.16

af

kr.

2.732.302,-

frá

þeim degi

til

1.feb.16

af

kr.

2.844.512,-

frá

þeim degi

til

1.mar.16

af

kr.

2.956.722,-

frá

þeim degi

til

1.apr.16

af

kr.

3.068.932,-

frá

þeim degi

til

1.maí.16

af

kr.

3.181.142,-

frá

þeim degi

til

1.jún.16

af

af

af

kr.

kr.

kr.

3.293.352,-

3.413.090,-

3.594.317,-

frá

frá

frá

þeim degi

þeim degi

þeim degi

til

til

til

1.júl.16

1.ágú.16

1.sept.16

af

kr.

3.775.544,-

frá

þeim degi

til

1.okt.16

af                kr.      3.956.771,-                  frá          þeim degi         til     þingfest.dags.

en af       kr.      8.849.900,-                  frá          þeim degi         til    greiðsludags.

Þá gerir stefnandi kröfu um að honum verði dæmdar 3.000.000 króna í miskabætur með vöxtum, skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 10. desember 2013 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.

Til vara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 3.956.771 krónu, auk dráttarvaxta, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu          

af

 

kr.

120.297,-

frá

1.feb.14

til

1.mar.14

af

 

kr.

244.266,-

frá

þeim degi

til

1.apr.14

af

 

kr.

368.235,-

frá

þeim degi

til

1.maí.14

af

 

kr.

492.204,-

frá

þeim degi

til

1.jún.14

af

 

kr.

616.173,-

frá

þeim degi

til

1.júl.14

af

 

kr.

740.142,-

frá

þeim degi

til

1.ágú.14

af

 

kr.

864.111,-

frá

þeim degi

til

1.sep.14

af

 

kr.

988.080,-

frá

þeim degi

til

1.okt.14

af

 

kr.

1.112.049,-

frá

þeim degi

til

1.nóv.14

af

 

kr.

1.236.018,-

frá

þeim degi

til

1.des.14

af

 

kr.

1.359.987,-

frá

þeim degi

til

1.jan.15

af

 

kr.

1.483.956,-

frá

þeim degi

til

1.feb.15

af

 

kr.

1.607.925,-

frá

þeim degi

til

1.mar.15

af

 

kr.

1.701.318,-

frá

þeim degi

til

1.apr.15

af

 

kr.

1.803.404,-

frá

þeim degi

til

1.maí.15

af

 

kr.

1.905.490,-

frá

þeim degi

til

1.jún.15

af

 

kr.

2.007.576,-

frá

þeim degi

til

1.júl.15

af

 

kr.

2.109.662,-

frá

þeim degi

til

1.ágú.15

af

 

kr.

2.211.748,-

frá

þeim degi

til

1.sep.15

af

 

kr.

2.313.834,-

frá

þeim degi

til

1.okt.15

af

 

kr.

2.415.920,-

frá

þeim degi

til

1.nóv.15

af

 

kr.

2.518.006,-

frá

þeim degi

til

1.des.15

af

 

kr.

2.620.092,-

frá

þeim degi

til

1.jan.16

af

 

kr.

2.732.302,-

frá

þeim degi

til

1.feb.16

af

 

kr.

2.844.512,-

frá

þeim degi

til

1.mar.16

af

 

kr.

2.956.722,-

frá

þeim degi

til

1.apr.16

af

 

kr.

3.068.932,-

frá

þeim degi

til

1.maí.16

af

 

kr.

3.181.142,-

frá

þeim degi

til

1.jún.16

af

af

af

 

kr.

kr.

kr.

3.293.352,-

3.413.090,-

3.594.317,-

frá

frá

frá

þeim degi

þeim degi

þeim degi

til

til

til

1.júl.16

1.ágú.16

1.sept.16

af

 

kr.

3.775.544,-

frá

þeim degi

til

1.okt.16.

en af       kr.       3.956.771 ,-                frá          þeim degi         til         greiðslud.

Þá gerir stefnandi kröfu um að honum verði dæmdar 3.000.000 króna í miskabætur með vöxtum, skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 10. desember 2013 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.

Til þrautavara gerir stefnandi þá kröfu að viðurkennt verði með dómi að með skipun Nönnu Magnadóttur í stöðu formanns og forstöðumanns úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál, frá og með 1. janúar 2014, hafi ráðherra brotið gegn rétti stefnanda með ólögmætum hætti og að stefnanda verði dæmdar 3.000.000 króna í miskabætur úr hendi stefnda með vöxtum, skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 10. desember 2013, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi í öllum tilvikum málskostnaðar úr hendi stefnda.

                Stefndi krefst aðallega sýknu, en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Þá krefst stefndi málskostnaðar. 

I

Stefnandi var ráðinn í starf lögfræðings hjá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála 1. mars 2002. Í október 2005 var hann gerður að yfirlögfræðingi nefndarinnar og staðfengill forstöðumanns. Stefnandi hóf síðan störf hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála við stofnun nefndarinnar 1. janúar 2012, en nefndin tók m.a. yfir hlutverk úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Með bréfi 23. ágúst 2013 var stefnandi settur til að gegna stöðu forstöðumanns nefndarinnar frá 1. júlí 2013 til og með 31. desember 2013, á  meðan á leyfi forstöðumanns nefndarinnar stóð.  

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti 7. september 2013 lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Stefnandi sótti um stöðu forstöðumannsins. Í auglýsingunni kom fram að umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði í stöðuna til fimm ára frá 1. janúar 2014 að telja. Skyldi forstöðumaður stýra starfi úrskurðarnefndarinnar og bera ábyrgð á fjárhag hennar og daglegum rekstri. Forstöðumaðurinn skyldi jafnframt vera formaður úrskurðarnefndarinnar. Væri hann í forsvari fyrir nefndina út á við, ákvarðaði hvernig nefndin væri skipuð í hverju máli og réði annað starfsfólk til nefndarinnar. Í auglýsingunni voru gerðar þær menntunar- og hæfniskröfur að viðkomandi hefði lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði eða háskólaprófi í þeirri grein sem metið yrði því jafngilt, starfsgengisskilyrði héraðsdómara, sbr. 12. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla, hefði stjórnunarreynslu, leiðtogahæfileika og færni í mannlegum samskiptum, öguð og skilvirk vinnubrögð, hæfni til að vinna undir álagi og mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti.

Ráðgjafafyrirtækið Capacent Ráðningar var fengið til þess að aðstoða við ráðningarferlið. Áður en starfið var auglýst fór fram greining á starfi og lykilhæfnisþáttum. Var útbúinn matsrammi, þar sem tilteknir hæfnisþættir voru ákveðnir. Umsækjendur voru síðan metnir út frá þessum tilgreindu þáttum og hlutu þeir stig fyrir hvern þátt. Umsækjendur voru fyrst metnir á grundvelli umsókna þeirra miðað við menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar voru í auglýsingu. Vægi grunnmatsins var 33% af heildarmati. Embættis- eða meistarapróf í lögfræði eða jafngildri grein hafði 5% vægi, reynsla sem nýttist í starfi 5%, starfgengisskilyrði héraðsdómara 8%, stjórnunarreynsla 10% og tungumálakunnátta 5%. Við stigagjöf var mest hægt að hljóta 5 stig fyrir hvern hæfnisþátt. 

Fjórir sóttu um stöðuna og voru stefnandi og Nanna Magnadóttir þar á meðal. Þegar kom að úrvinnslu umsókna hlaut einn umsækjenda flest stig eftir grunnmatið. Nanna Magnadóttir var í öðru sæti úr grunnmati og stefnandi í því þriðja. Þótti Nanna Magnadóttir standa stefnanda framar hvað varðaði tungumálakunnáttu. Bæði fengu þau 3 stig fyrir reynslu sem nýttist í starfi forstöðumanns en 3 stig fengust ef viðkomandi hafði verið ábyrgur fyrir daglegum rekstri í 1 til 3 ár. Bæði hlutu þau síðan 3 stig fyrir stjórnunarreynslu. Allir umsækjendur voru teknir í forviðtöl en auk þess voru þrír umsækjendur, sem metnir voru hæfastir, boðaðir í tvö önnur starfsviðtöl. Vægi forviðtalsins var 4% af heildarmati, annars viðtals 10% og þriðja viðtals 10%. Stefnandi hlaut 4 stig af 5 mögulegum í forviðtali og lenti þar í þriðja sæti af umsækjendum. Í öðru og þriðja viðtali hlaut hann 3,5 stig og var þar síðastur af þremur umsækjendum. Nanna Magnadóttir hlaut hins vegar flest stig af umsækjendum í öllum þremur starfsviðtölunum. Í viðtölum var notast við fyrirfram ákveðnar spurningar sem byggðu á menntunar- og hæfniskröfum og lýsingu á starfssviði sem fram kom í auglýsingu um starfið.

Tekin var sú ákvörðun að leggja fyrir umsækjendur hæfnisprófið ,,Inductive Reasoning“ til að mæla hugræna hæfni þeirra. Einnig var ákveðið að leggja á sama tíma fyrir persónuleikamat OPQ32, eða ,,Occupational Personality Questionnaire 32“ sem er sjálfsmat umsækjenda sem metur 32 starfstengda eiginleika. Starf forstöðumanns nefndarinnar var hæfnisgreint og þóttu eftirtaldir hæfnisþættir nauðsynlegir til að ná árangri í starfi forstöðumanns: 1) ákvörðunartaka og frumkvæði, 2) samvinna, 3) skipulag og áætlanir, 4) álags- og streituþol, 5) lærdómur og rannsóknir, 6) mætir þörfum og væntingum viðskiptavina. Niðurstöður úr persónuleikamati stefnanda þóttu gefa til kynna að af sex hæfnisþáttum væru tveir líklegir til að vera styrkleikar, það er ákvarðanataka og frumkvæði og álags- og streituþol. Hinir fjórir þóttu líklegir til að vera veikleikar. Niðurstöður mats Nönnu Magnadóttur þóttu gefa til kynna að fjórir hæfnisþættir væru líklegir til að vera styrkleikar, það er skipulag og áætlanir, mætir þörfum og væntingum viðskiptavina, ákvarðanataka og frumkvæði og álags- og streituþol. Hinir hæfnisþættirnir voru þó ekki taldir ólíklegir til að vera styrkleikar. Stefnandi hlaut 2,8 stig úr persónuleikamati en Nanna Magnadóttir 4 stig. Niðurstöður úr hæfnisprófinu voru þær að Nanna Magnadóttir hlaut flest stig, það er 2,35 stig og stefnandi 2,3 stig. Niðurstöður þeirra beggja voru í meðaltali samanburðarhóps.

Að lokum var stjórnsýsluverkefni lagt fyrir þrjá hæfustu umsækjendurna. Nanna Magnadóttir hlaut næstflest stig fyrir úrlausn verkefnisins, það er 3,25 stig og var stefnandi þriðji með 2,5 stig af 5 mögulegum.

 Að loknu ráðningarferli var Nanna Magnadóttir ráðin í starfið, en hún hlaut flest stig og var skipuð forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, 1. janúar 2014.

Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi aðilaskýrslu fyrir dóminum. Auk þess kom fyrir dóminn sem vitni Hjalti Steinþórsson, fyrrverandi formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

II

Stefnandi byggir á því að gengið hafi verið framhjá sér, með ólögmætum hætti, við skipun í embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þegar staða forstöðumanns úrskurðarnefndar hafi verið auglýst til skipunar hafi stefnandi verið með tólf ára reynslu af störfum fyrir nefndina og meðal annars verið settur forstöðumaður nefndarinnar frá 1. júlí 2013 til og með 31. desember 2013. Hins vegar hafi Nanna Magnúsdóttir verið skipuð forstöðumaður án þess að hafa nokkra reynslu af störfum fyrir nefndina. Stefnandi byggi á því að stefndi hafi ekki byggt ákvörðun sína um skipun formanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála með fullnægjandi hætti á reglum stjórnsýsluréttarins og hafi ekki valið hæfasta umsækjandann, svo sem honum hafi verið skylt að gera samkvæmt meginreglum stjórnsýsluréttar. 

Stefnandi telji þau rök sem talin séu upp í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni, sem ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála hafi látið stefnanda í té 10. janúar 2014, ekki geta vegið þyngra en áralöng starfsreynsla hans fyrir nefndina. Af rökstuðningi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá 10. janúar 2014  megi sjá að fyrst og fremst hafi verið litið til persónulegra eiginleika Nönnu Magnadóttur við töku ákvörðunar um að skipa hana í stöðu, þ.e. niðurstaðna ,,Inductive Reasoning“ hæfnisprófs, lausnar á raunhæfu verkefni á sviði stjórnsýsluréttar, því að hún hafi kynnt sér starfsemi nefndarinnar og sýnt mikinn áhuga, eldmóð og metnað til að efla starfsemi nefndarinnar, að hún væri markmiðs- og árangursdrifin, lausnamiðuð, hefði stefnumótandi hugsun, væri skýr og kæmi málum á framfæri á skipulagðan og hnitmiðaðan hátt. Forsendur þess að samanburður geti farið fram, á milli umsækjenda um stöðu hjá hinu opinbera, séu þær að umsækjendur séu nægilega upplýstir um þau atriði sem eigi að hafa þýðingu við matið. Samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 beri handhafa veitingarvalds að sjá til þess að nægar upplýsingar liggi fyrir um þau atriði. Í auglýsingu um stöðu formanns úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál hafi sérstaklega verið áskilið að umsækjendur skyldu hafa embættis- eða meistarapróf í lögfræði eða háskólapróf í þeirri grein sem metið yrði því jafngilt, uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara, hafa stjórnunarreynslu, leiðtogahæfileika og færni í mannlegum samskiptum, öguð og skilvirk vinnubrögð, hafa hæfni til að vinna undir álagi og mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti. Af rökstuðningi ráðuneytisins frá 10. janúar 2014 verði ekki séð að umsækjendur hafi verið bornir saman með tilliti til þessara þátta. Þar sem stefnandi standi þeirri er skipuð hafi verið ótvírætt framar varðandi þá hlutlægu þætti sem raktir séu að framan, sérstaklega hvað varði reynslu hans, verði að gera ríkar kröfur til þess að raunverulegt mat og samanburður hafi farið fram á þeim þáttum sem lögð hafi verið áhersla á í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir skipun Nönnu Magnadóttur. Þar sem gögn um samanburð og mat á persónulegum eiginleikum umsækjenda séu afar takmörkuð geti stefndi ekki byggt val á umsækjanda á þeim þáttum. 

Þá verði að gera sérstaka athugasemd við það að við samanburð á umsækjendum hafi verið notast við ,,Inductive Reasoning“ hæfnispróf sem byggi á því að þátttakendur leysi myndrænar þrautir. Hvergi hafi komið fram í auglýsingu um starfið að umsækjendur yrðu látnir þreyta slíkt próf. Stefnandi sé með 10% sjón. Það hafi honum því með öllu verið ómögulegt að þreyta prófið. Hann hafi gert prófendum grein fyrir þessu við töku prófsins. Í rökstuðningi fyrir skipun hafi hins vegar verið sagt að m.a. hafi verið litið til niðurstaðna úr prófinu við samanburð á umsækjendum. Með þessu hafi möguleikar stefnanda á að hljóta skipun í embættið verið stórum takmarkaðir, með hætti sem gangi gegn jafnréttisreglu stjórnarskrár og án þess að málefnaleg rök lægju til. Áralöng reynsla stefnanda af störfum fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, sem enginn hinna umsækjendanna þriggja hafi haft, hafi gert að verkum að hann hafi staðið öllum öðrum umsækjendum um stöðuna langt um framar. Hefði stefndi fylgt sjónarmiðum stjórnsýsluréttarins við samanburð á umsækjendum, og ekki byggt ákvörðun á niðurstöðum prófana sem hafi mismunað umsækjendum eftir fötlun þeirra, hefði honum borið að skipa stefnanda í stöðuna.

Jafnvel þótt ekki yrði fallist á að stefnandi væri hæfari en sú umsækjenda sem skipuð hafi verið í stöðu forstöðumanns, hefði allt að einu borið að skipa stefnanda í stöðuna á grundvelli forgangsreglu laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. Við ákvörðun um skipun í stöðu verði m.a. að líta til 1. mgr. 15. gr. laga nr. 10/2008, þar sem segi að við skipun í nefndir á vegum ríkis skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Hjá skrifstofu úrskurðarnefndar að Skuggasundi 3 starfi, auk stefnanda og forstöðumanns, þrír lögfræðingar og einn ritari. Frá og með 1. júní 2016 hafi stefnandi verið eini karlkyns starfsmaðurinn á skrifstofunni. Þá kveði ákvæði laga um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992, á um að fatlað fólk skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þess til starfsins sé meiri eða jöfn hæfni annarra umsækjenda, sbr. 32. gr. laganna. Stefnandi telji að stefndi hafi brotið gegn ákvæðinu þegar hann hafi ákveðið að líta framhjá stefnda við skipunina.

Fjárkröfur stefnanda sem komi fram í aðal- og varakröfu miðist við að krefjast bóta vegna fjártjóns sem stefnandi hafi orðið fyrir við að njóta ekki starfskjara forstöðumanns frá þeim tíma sem nýr forstöðumaður úrskurðarnefndar var skipaður. Aðalkrafa stefnanda miðist við að honum sé bætt rauntjón frá skipun 1. janúar 2014 og út skipunartímann, þ.e. til 31. desember 2019, ásamt vöxtum af gjaldföllnum kröfum svo sem fyrr sé greint. Varakrafa stefnanda miðist við að honum sé aðeins bætt það tjón sem hann hafi orðið fyrir við launamissi samkvæmt fyrrgreindum forsendum fram til þingfestingardags ásamt vöxtum af gjaldföllnum kröfum. Stefnandi hafi tekið laun sem varaformaður og staðgengill forstöðumanns frá 1. janúar 2014 samkvæmt launaflokki 19-6 í kjarasamningi og fengið 20 tíma greidda í fastri yfirvinnu. Frá og með 1. febrúar 2015 hafi stefnandi þegið laun skv. launaflokki 133 í launatöflu kjararáðs númer 502 ásamt 30 einingum á mánuði fyrir yfirvinnu. Á sama tíma hafi formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þegið laun samkvæmt launaflokki 134 í sömu launatöflu auk 30 eininga á mánuði fyrir yfirvinnu. Þá taki fjárkrafa stefnanda jafnframt mið af fjártjóni sem hann hafi orðið fyrir við að tapa af lífeyrisréttindum vegna launamunar á stöðum forstöðumanns og varaformanns nefndarinnar, sem nemi 11,5% framlagi vinnuveitanda af launum og 2% mótframlagi í lífeyrissjóð. Með ákvörðun kjararáðs frá 15. maí 2017 hafi síðan verið ákveðið að laun þeirra sem ákvörðunarvald kjararáðs nái til skyldu hækka frá og með 1. júlí 2016. 

Ekki verði litið framhjá því að stefnandi hafi orðið fyrir miska þegar umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi gengið framhjá honum við skipun í stöðu forstöðumanns. Stefnandi hafi upplifað það sem áfellisdóm yfir störfum sínum fyrir nefndina, starfheiðri, reynslu og hæfni, þegar annar umsækjandi, sem enga fyrri reynslu hafi haft af þeim störfum, hafi verið skipaður í stöðuna umfram hann. Hann telji vegið að orðspori sínu og æru með ákvörðun ráðuneytisins um skipan í stöðuna. Stefnandi hafi unað sér vel hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og sinnt störfum sínum með prýði síðan hann hafi hafið þar störf. Hann telji ákvörðun ráðuneytisins, um að skipa óreyndan umsækjanda umfram hann, fela í sér aðfinnslur við störf hans, án þess að hann hafi sjálfur gefið nokkuð tilefni til. Stefnandi telji hæfilegt að stefndi verði dæmdur til að greiða honum miskabætur að upphæð 3.000.000 króna vegna þessa.

Um lagarök fyrir kröfum sínum vísar stefnandi til ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sérstaklega 10. gr. laganna. Þá er vísað til meginreglu stjórnsýsluréttar um að ávallt skuli velja þann umsækjanda sem hæfastur sé til að gegna starfi. Einnig er vísað til forgangsreglu jafnréttislaga, sbr. einnig ákvæði laga nr. 10/2008, sérstaklega 15. gr. þeirra. Jafnframt er vísað til ákvæða laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, sérstaklega 1. gr. laganna. Um miskabótakröfu vísar stefnandi til b. liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Krafa um dráttarvexti styðst við 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Krafa um málskostnað er byggð á 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnandi reki ekki virðisaukaskattskylda starfsemi, sbr. lög nr. 50/1988, og sé óskað eftir að tillit verði tekið til þess við ákvörðun málskostnaðar.  Um varnarþing stefnda vísast til 1. málsl. 3. mgr. 33 gr. laga nr. 91/1991.

III

Stefndi mótmælir því að stefnandi hafi verið hæfasti umsækjandinn og að gengið hafi verið framhjá honum við skipun í embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Stefndi byggi á því að ráðningarferlið hafi verið vandað og vel hafi verið staðið að öllu ferlinu. Ákvörðun um skipun í embættið hafi verið byggð á meginreglum stjórnsýsluréttarins þar sem hæfasti umsækjandinn hafi verið valinn. Sé því krafist sýknu af kröfum stefnanda og því hafnað að hann eigi rétt á bótum úr hendi stefnda vegna fjártjóns eða rétt á greiðslu miskabóta.

Málatilbúnaður stefnanda byggist á því hann hafi verið hæfastur umsækjenda. Vísi hann til starfsreynslu sinnar hjá fyrrum úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og núverandi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Þá staðhæfi hann að af rökstuðningi umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna ráðningarinnar megi sjá að við töku ákvörðunar hafi fyrst og fremst verið litið til persónulegra eiginleika Nönnu Magnadóttur, það er niðurstaðna ,,Inductive Reasoning“ hæfnisprófsins, lausnar á raunhæfu verkefni á sviði stjórnsýsluréttar, því að hún hafi kynnt sér starfsemi nefndarinnar og sýnt mikinn áhuga, eldmóð og metnað til að efla starfsemi nefndarinnar, að hún væri markmiðs- og árangursdrifin, lausnamiðuð, hefði stefnumótandi hugsun, væri skýr og kæmi málum á framfæri á skipulagðan og hnitmiðaðan hátt. Stefndi leggi áherslu á að allir umsækjendur hafi verið metnir eftir hlutlægum fyrirfram ákveðnum matsþáttum. Líkt og rakið hafi verið hafi Nanna Magnadóttir hlotið flest stig. Næstur hafi komið annar umsækjandi og síðan stefnandi. Stefnda sé ljóst að stefnandi búi yfir langri starfsreynslu sem starfsmaður hjá fyrrum úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála og núverandi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hins vegar beri að líta til þess að í auglýsingu um starfið hafi þær hæfniskröfur sem þar voru tilgreindar, auk menntunarkrafna, sérstaklega tekið mið af starfssviði forstöðumanns. Hafi þess vegna verið gerð krafa um stjórnunarreynslu, leiðtogahæfileika, færni í mannlegum samskiptum og öguð og skilvirk vinnubrögð. Ekki hafi á hinn bóginn verið gerð krafa um sérstaka kunnáttu í þeim málefnum sem heyri undir úrskurðarvald nefndarinnar eða að viðkomandi hefði reynslu á því sviði eða hefði jafnvel starfað fyrir sjálfa úrskurðarnefndina. Í ljósi þess að slík krafa hafi ekki komið fram í auglýsingu um starfið telji stefndi að stefnandi geti ekki byggt þá staðhæfingu að hann hafi verið hæfastur umsækjenda á því að hann hafi unnið um árabil hjá fyrrgreindum úrskurðarnefndum.

Stefnandi og Nanna Magnadóttir hafi í ráðningarferlinu hlotið jafnmörg stig fyrir starfsreynslu og stjórnunarreynslu, það er 3 stig fyrir hvorn þátt. Stigagjöf vegna starfsreynslu stefnanda hafi byggt á reynslu hans af daglegum rekstri sem framkvæmdastjóri Blindravinnustofunnar ehf. á árunum 1999 til 2001 og hálfs árs starfsreynslu hans sem setts forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá júlí 2013 til áramóta 2013. Þar að auki hafi stefnandi haft langa reynslu af úrlausn lögfræðilegra álitaefna sem lögfræðingur hjá framangreindum úrskurðarnefndum frá árinu 2002. Stefndi mótmæli því að eingöngu hafi verið litið til persónulegra eiginleika viðkomandi. Af þeim upplýsingum sem fram hafi komið um starfsreynslu í rökstuðningi stefnda til stefnanda hafi honum mátt vera ljóst að byggt væri á starfsreynslu viðkomandi sem nýttist í starfi forstöðumanns. Nanna Magnadóttir hafi meðal annars haft reynslu sem yfirmaður með ábyrgð á daglegum rekstri í starfi sem forstöðumaður svæðisáætlunar UNIFEM á árunum 2006 til 2007 og forstöðumaður Evrópuráðsins í Kósóvó á árunum 2008 til 2009. Þá hafi hún verið skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2002. Einnig hafi verið litið til þess að reynsla Nönnu Magnadóttur sem lögfræðings hjá umboðsmanni Alþingis og aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur myndi nýtast við úrlausn lögfræðilegra álitaefna auk reynslu hennar við önnur lögfræðileg störf hjá Evrópuráðinu. Hún hafi því haft stjórnunarreynslu sem skrifstofustjóri og forstöðumaður en auk þess sem aðalráðgjafi hjá Eystrasaltsráðinu og sem verkefnastjóri fjölþjóðlegs samvinnuverkefnis á sviði almannavarna. Hún hafi hlotið 3 stig fyrir stjórnunarreynslu sem samkvæmt stigatöflu hafi þýtt 3ja til 5 ára nýlega reynslu.

Í skýrslu Capacent Ráðninga um ráðningu forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála komi fram að stefnandi hafi komið sæmilega fyrir í starfsviðtali. Hann hafi ekki komið máli sínu á framfæri á nægilega skýran og skipulagðan hátt og ekki með sannfærandi hætti getað sýnt fram á nægilega styrkleika til að sinna starfi forstöðumanns, til dæmis hvað varðaði stjórnunar- og leiðtogahæfni. Nanna Magnadóttir hafi á hinn bóginn þótt koma mjög vel fyrir í viðtali. Hún hafi kynnt sér starfsemi nefndarinnar og sýnt mikinn áhuga og metnað til að efla starfsemi hennar. Í viðtali hafi komið fram að hún væri markmiðs- og árangursdrifin, lausnamiðuð, hefði stefnumótandi hugsun, væri skýr og kæmi máli sínu frá sér á mjög skipulagðan og hnitmiðaðan máta. Að mati stefnda hafi hún getað sýnt fram á með sannfærandi hætti að hún hefði fullnægjandi stjórnunarreynslu, leiðtogahæfileika, færni í mannlegum samskiptum, að hún byggi yfir aga og viðhefði skilvirk vinnubrögð og hefði hæfni til að vinna undi rálagi. Hún hafi því í viðtölum getað sýnt fram á næga styrkleika til að sinna starfi forstöðumanns umhverfis- og auðlindamála. Samkvæmt þessu hafi Nanna Magnadóttir hlotið flest stig umsækjenda í ráðningarferlinu miðað við samanlagt grunnmat og starfsviðtöl. Stefndi bendi því á að niðurstöður úr þeim þremur prófum og verkefnum sem einnig hafi verið lögð fyrir umsækjendur hafi ekki haft úrslitaáhrif við endanlega ákvörðun um ráðningu. Af hálfu stefnda hafi metnaður verið lagður í það að meta umsækjendur á sem bestan hátt þar sem hæfustu umsækjendurnir hafi farið í þrjú starfsviðtöl og tekið þrjú verkefni og próf. Ráðningarferlið hafi allt miðað að því að ráða þann umsækjanda sem hæfastur væri til að gegna stöðunni. Stefndi byggi á því að ráðningarferlið hafi verið í fullu samræmi við 10. gr. laga nr. 37/1993, ólíkt því sem stefnandi haldi fram.

Í stefnu sé á því byggt að forsendur þess að samanburður geti farið fram á milli umsækjenda um stöðu sé að þeir séu nægilega upplýstir um þau atriði sem eigi að hafa þýðingu við matið. Samkvæmt 10. gr. laga nr. 37/1993 beri handhafa veitingarvalds að sjá til þess að nægar upplýsingar liggi fyrir um þau atriði. Stefndi bendi á að líkt og rakið hafi verið hafi komið fram upplýsingar um starfssvið forstöðumanns í auglýsingu um starfið. Hafi sú lýsing verið nægjanleg til að væntanlegur umsækjandi gæti gert sér glögga grein fyrir því í hverju starfið fælist. Einnig hafi komið fram með skýrum hætti þær menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar væru til forstöðumanns. Stefndi telji því ljóst að umsækjendur um stöðuna hafi verið vel upplýstir um þau atriði sem hefðu þýðingu við mat á umsækjendum. Stefndi bendi auk þess á að auglýsingin um stöðuna hafi verið í fullu samræmi við þær kröfur sem almennt séu gerðar til auglýsinga um opinber störf, sbr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum. Tekið skuli fram að reglur nr. 464/1996 gildi ekki um auglýsingar á lausum stöðum embættismanna en gera verði ráð fyrir að þau meginsjónarmið sem þar komi fram gildi einnig um auglýsingar á stöðum embættismanna. Stefndi mótmæli staðhæfingum stefnanda um að ekki verði séð að umsækjendur hafi verið bornir saman með tilliti til þeirra þátta sem fram komu í auglýsingu.

Í stefnu sé gagnrýnt að ekki hafi verið upplýst hver umsækjenda hafi skorað hæst í raunhæfu verkefni eða komið best út úr persónuleikaprófi. Þá er gerð athugasemd við að ekki hafi verið haft samband við þá umsagnaraðila sem stefnandi hafi bent á í umsókn sinni. Að mati stefnanda séu gögn um samanburð og mat á persónulegum eiginleikum umsækjenda afar takmörkuð og geti stefndi því ekki byggt val á umsækjendum á þeim þáttum. Þessu mótmæli stefndi. Fram hafi komið að umsækjendur hafi eingöngu verið metnir út frá þeim þáttum sem fram hafi komið í auglýsingu um starfið, það er út frá starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar- og hæfniskröfum. Þá byggi stefndi á því að rökstuðningur umhverfis- og auðlindaráðuneytis í bréfi til stefnanda, 10. janúar 2014, hafi verið fullnægjandi og í samræmi við 22. gr. laga nr. 37/1993. Í bréfinu hafi verið greint frá þeim meginsjónarmiðum sem voru ráðandi við matið. Stefndi bendi á að ekki sé gert ráð fyrir að gögn úr ráðningarferlinu fylgi með rökstuðningi fyrir ráðningu og því sé vandséð hvað átt sé við með því að gögn um samanburð og mat á umsækjendum hafi verið afar takmörkuð. Hefði stefnandi hins vegar leitað eftir því við ráðuneytið hefði honum verið afhent afrit þeirra gagna úr ráðningarferlinu sem hann eigi rétt á samkvæmt lögum nr. 37/1993. Stefndi leggi áherslu á að rökstuðningur fyrir ráðningu snúi að þeim aðila sem ráðinn sé í starf og sé ekki gerð krafa um samanburð við þann sem óski eftir rökstuðningi. Ekki hafi verið talin þörf á að upplýsa hver umsækjenda hefði hlotið hæstu einkunn í raunhæfu verkefni, þar sem hvorki Nanna Magnadóttir né stefnandi hafi hlotið þar flest stig. Eins og rökstuðningur til stefnanda beri með sér hafi hins vegar komið fram að Nanna Magnadóttir hefði hlotið flest stig úr persónuleikaprófi. Því sé staðhæfing stefnanda um annað röng. Stefndi bendi á að ekki sé alltaf notast við umsagnir og meðmæli í ráðningarferli enda þótt meðmæli geti komið að gagni þegar endanleg ákvörðun um ráðningu er tekin. Í ljósi þess að stefnandi hafi að loknu framangreindu mati þótt síst hæfur af umsækjendunum þremur sem eftir stóðu hafi ekki verið talin þörf á að afla umsagna um hann. Rétt hafi þótt að afla umsagna með þeim tveimur umsækjendum sem efstir voru til að endanleg ákvörðun yrði sem réttust. Að mati stefnda geti slík málsmeðferð ekki farið í bága við rannsóknarreglu 10. gr. laga nr. 37/1993. Sé hún þvert á móti í fullu samræmi við ákvæðið.

Stefnandi geri sérstaka athugasemd við það að notast hafi verið við hæfnisprófið ,,Inductive Reasoning“ sem byggi á því að þátttakendur leysi myndrænar þrautir. Hvergi hafi komið fram í auglýsingu að umsækjendur yrðu látnir þreyta slíkt próf. Stefnandi hafi verulega skerta sjón og hafi því ekki haft sömu möguleika og aðrir til að leysa prófið. Hann hafi gert prófendum grein fyrir þessu við töku prófsins. Með þessu hafi möguleikar hans til að hljóta starfið verið stórum takmarkaðir sem gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár og án þess að málefnaleg rök búi þar að baki. Stefndi byggi á því að vinnuveitanda sé frjálst að ákveða hvaða aðferð hann viðhafi við mat á atvinnuumsóknum svo fremi sem reglur stjórnsýsluréttar séu virtar. Algengt sé að notast sé við hæfnispróf til að meta umsækjendur um opinbera stöðu. Hvergi í lögum eða reglum sé gerð krafa um að slíkt komi fram í atvinnuauglýsingunni. Engu að síður bendi stefndi á að afar lítill munur hafi verið á milli stefnanda og Nönnu Magnadóttur í umræddu prófi. Nanna Magnadóttir hafi hlotið 2,35 stig og stefnandi 2,3 stig. Prófið hafi því ekki haft úrslitaáhrif við endanlega ákvörðun um ráðningu. Að mati stefnda sýni niðurstaðan að stefnandi hafi verið vel fær um að leysa umrætt próf og hafi hann ekki sýnt fram á annað. Stefndi telji vert að benda á að í starfi forstöðumanns úrskurðarnefndarinnar felist tölvuvinna og lestur og úrvinnsla gagna. Því hafi verið rétt að gera þá kröfu til stefnanda að hann gæti leyst af hendi það hæfnispróf sem um ræði. Prófið spái fyrir um hæfileika fólks til að setja sig hratt inn í nýjar aðstæður og til þess að draga réttar ályktanir hratt af ófullkomnum upplýsingum. Því sé mikilvægt að jafnræðis sé gætt þegar slíkt próf sé lagt fyrir umsækjendur.

Stefndi mótmæli því að brotið hafi verið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipun Nönnu Magnadóttur í embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í stefnu sé fullyrt að líta verði til 1. mgr. 15. gr. laganna við skipan í nefndir á vegum ríkisins og tilgreint að frá 1. janúar 2014 hafi stefnandi verið eini karlkyns starfsmaðurinn hjá skrifstofu úrskurðarnefndarinnar. Stefndi bendi á að 15. gr. laga nr. 10/2008 fjalli um skipan í nefndir á vegum ríkisins en stefnandi vísi máli sínu til stuðnings til kynjahlutfalla hjá starfsmönnum úrskurðarnefndarinnar. Á skrifstofu nefndarinnar starfi hins vegar einungis tveir úr úrskurðarnefndinni sjálfri, það er forstöðumaður nefndarinnar sem jafnframt sé formaður hennar og varaformaður nefndarinnar. Í stefnu sé hins vegar ekki nefnd samsetning úrskurðarnefndarinnar sjálfrar hvað kynjahlutföll varði. Stefndi leggi áherslu á að í 15. gr. laganna sé eingöngu fjallað um þá skyldu, í tengslum við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitafélaga, að þess sé gætt að hafa hlutfall kynjanna sem jafnast. Í ákvæðinu sé hins vegar ekki fjallað um bann við mismunun við ráðningu. Að mati stefnda geti 15. gr. laga nr. 10/2008 ekki átt við í málinu og þar með sú málsástæða stefnanda að hann hafi átt rétt á umræddri stöðu forstöðumanns á grundvelli lagaákvæðisins. Stefndi telji rétt að geta þess að undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti heyri fjórtán stofnanir. Við skipun í embætti forstöðumanns úrskurðarnefndarinnar hafi einungis tveir forstöðumenn þessara stofnana verið konur en karlarnir ellefu. Við skipunina bættist því við ein kona, sem bætti lítillega kynjahlutföllin, en karlarnir séu hins vegar áfram í verulegum meirihluta. Stefndi mótmæli því að stefnandi geti byggt rétt á öðrum ákvæðum laga nr. 10/2008, svo sem 26. gr. laganna sem fjalli um ráðningar. Stefndi telji stefnanda ekki hafa sýnt fram á að hann hafi verið hæfastur umsækjenda og eigi hann því ekki lögvarinn rétt til stöðunnar. Þvert á móti hafi líkt og rakið hafi verið umfangsmikið ráðningarferli leitt í ljós að Nanna Magnadóttir væri ótvírætt hæfasti umsækjandinn. Sé málsástæðu stefnanda á þessum grundvelli því hafnað.

Stefnandi vísi til 32. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks og telji að á grundvelli ákvæðisins hafi hann átt að njóta forgangs í embætti forstöðumanns úrskurðarnefndarinnar sökum þess að hann hafi verið hæfari en sá umsækjandi sem var ráðinn eða jafn hæfur. Af framangreindu sé ljóst að stefnandi hafi hvorki verið hæfari né jafn hæfur þeim umsækjanda sem fengið hafi embættið. Stefnandi hafi þvert á móti verið metinn þriðji hæfasti umsækjandinn um stöðuna. Að mati stefnda geti stefnandi þegar af þeirri ástæðu ekki byggt rétt sinn á 32. gr. laga nr. 59/1992. Sé þessari málsástæðu hans því mótmælt.

Stefndi mótmæli fjárkröfu stefnanda og krefjist sýknu af öllum kröfum stefnanda. Aðal- og varakrafa stefnanda sé byggð á mismun launa og lífeyrisréttinda forstöðumanns og formanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og varaformanns nefndarinnar auk vaxta. Sé einnig gerð krafa um miskabætur að fjárhæð 3.000.000 króna. Í aðalkröfu geri stefnandi auk þess kröfu um sama mismun fyrir tímabilið 1. október 2016 fram til ársloka 2019, það er að segja út skipunartímann. Að aðal- og varakröfum frágengnum geri stefnandi kröfu um greiðslu miskabóta einnig að fjárhæð 3.000.000 króna. Ljóst sé að stefnandi hafi ekki verið hæfasti umsækjandinn. Hann hafi hvorki sýnt fram á að hann hafi átt lögvarinn rétt á að vera ráðinn í stöðu forstöðumanns úrskurðarnefndarinnar né að hann hafi verið hæfasti umsækjandinn og því staðið nær en hinir tveir umsækjendurnir, sem í reynd voru metnir hæfari en stefnandi, til að hljóta stöðuna. Af þeirri ástæðu sé ekki unnt að fallast á skaðabótakröfu stefnanda um greiðslu launamismunar á stöðu forstöðumanns og formanns nefndarinnar og varaformanns. Sé kröfunni því hafnað. Þá verði ennfremur að gera athugasemdir við fjárhæð kröfunnar. Sé sérstaklega mótmælt kröfu stefnanda um greiðslu mismunar fyrir tímabilið 1. október 2016 til ársloka 2019. Stefnandi geti að mati stefnda ekki gert ráð fyrir að halda starfi sínu út tímabilið og þar með krafist mismunar á launum fyrir allt tímabilið. Stefndi mótmæli miskabótakröfu stefnanda og telji engar forsendur til þess að fallast á slíka kröfu. Forsenda miskabóta samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé ólögmæt meingerð gegn æru eða persónu annars manns. Stefndi mótmæli því að ákvörðun sem byggð hafi verið á málefnalegum sjónarmiðum geti orðið forsenda miskabóta á grundvelli 26. gr. laga nr. 50/1993. Ákvörðun stefnda um að skipa Nönnu Magnadóttur í embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hafi verið byggð á málefnalegum forsendum. Því verði að mótmæla fullyrðingu stefnanda um að óreyndur umsækjandi hafi verið metinn hæfari en stefnandi sem rangri og ósannaðri.

Í stefnu sé fullyrt að ákvörðun ráðherra hafi þrengt kosti hans til að leita annars starfs og gert honum nánast ómögulegt að keppa um sambærilegt starf á öðrum vettvangi. Sé þessari staðhæfingu mótmælt, enda hafi stefnandi ekki sýnt fram á það með nokkrum hætti. Samkvæmt b. lið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993 sé heimilt að láta þann sem ábyrgð beri á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert er við. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að skaðabótalögum hafi sagt að í skilyrðinu um ólögmæta meingerð fælist að um saknæma hegðun væri að ræða. Gáleysi myndi þó þurfa að vera verulegt til þess að tjónsatvik yrði talið ólögmæt meingerð. Af dómafordæmum Hæstaréttar verði ráðið að lægsta stig gáleysis uppfylli ekki kröfu þessa ákvæðis um ólögmæta meingerð. Stefndi vísi því á bug að stefnandi geti átt rétt til miskabóta úr hendi stefnda enda hafi stefndi ekki valdið stefnanda meingerð af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Hvorki hafi við ráðningu í embætti forstöðumanns úrskurðarnefndarinnar né skýringum sem stefndi hafi á síðari stigum gefið fyrir ákvörðun sinni verið vikið orðum að stefnanda sem horft gætu honum til álitshnekkis. Ekki verði séð að stefnandi hafi af þeim sökum sætt meingerð af hendi stefnda sem beinist gegn æru hans eða persónu þannig að varðað geti miskabótum samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði. Í ljósi alls þessa sé það mat stefnda að hafna beri kröfu stefnanda um greiðslu miskabóta á grundvelli b. liðar 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993. Stefnandi mótmæli einnig fjárhæð miskabótakröfu stefnda sem of hárri og í engu samræmi við dómaframkvæmd. Verði talið að stefnandi eigi rétt til miskabóta sé því til vara krafist verulegrar lækkunar á henni. Stefndi telji einnig að líta beri til þess að stefnandi hafi hvorki gert athugasemdir við skipun Nönnu Magnadóttur né ráðningarferlið sem slíkt fyrr en að tæpum tveimur árum liðnum er stefnandi hafi höfðað mál þetta. Hann hafi einungis óskað eftir rökstuðningi strax í kjölfar ákvörðunar ráðherra og látið þar við sitja í lengri tíma. Að mati stefnda hafi stefnandi sýnt af sér töluvert tómlæti við að koma athugasemdum sínum á framfæri og verði hann að bera hallann af því.

Af hálfu stefnda sé kröfum um vexti og dráttarvexti af dómkröfum mótmælt, einkum upphafstíma þeirra. Til stuðnings kröfum stefnda um málskostnað vísist til XXI. kafla laga nr. 91/1991.

IV

Ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála auglýsti 7. september 2013 stöðu forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin hefði það hlutverk að úrskurða í kærumálum vegna ákvarðana stjórnvalda og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála, svo sem á sviði skipulags- og byggingarmála, mengunar- og hollustumála og mats á umhverfisáhrifum. Væri nefndin sjálfstæð í störfum sínum. Forstöðumaðurinn stýrði starfi úrskurðarnefndarinnar og bæri ábyrgð á fjárhag hennar og daglegum rekstri. Hann væri jafnframt formaður nefndarinnar. Hann væri í forsvari fyrir nefndina út á við, ákvarðaði hvernig nefndin væri skipuð í hverju máli og réði annað starfsfólk nefndarinnar. Voru konur jafnt sem karlar hvattir til að sækja um stöðuna.

Að því er menntunar- og hæfniskröfur varðaði var gerð krafa um að viðkomandi hefði lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði eða háskólaprófi í þeirri grein sem metið yrði jafngilt því. Þá var gert að skilyrði starfsgengisskilyrði héraðsdómara samkvæmt 12. gr. laga nr. 15/1998. Að auki var gerð krafa um stjórnunarreynslu, leiðtogahæfileika og færni í mannlegum samskiptum, öguð og skilvirk vinnubrögð, hæfni til að vinna undir álagi og mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti. Umsækjendur voru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga.

Fram er komið að ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála leitaði til ráðgjafafyrirtækisins Capacent Ráðninga til að hafa umsjón með ráðningarferlinu. Fjórir sóttu um starf forstöðumannsins, og voru stefnandi og Nanna Magnadóttir þar á meðal. Allir voru umsækjendur boðaðir í svokallað forviðtal til ráðgjafafyrirtækisins. Í viðtölunum var notaður samræmdur spurningalisti sem lagður var fyrir alla umsækjendur. Spurningra tóku mið af þeim forsendum sem fram komu í auglýsingu um starfið. Að loknum þessum viðtölum fóru ráðgjafi Capacent Ráðninga og ráðuneytisstjóri ráðuneytis umhverfis- og auðlindamála yfir niðurstöður úr forviðtölum. 

Þeir þrír umsækjendur, sem þóttu hafa víðtækasta reynslu og standa sig best, voru boðaðir til framhaldsviðtals. Stefnandi og Nanna Magnadóttir voru þar á meðal. Í framhaldsviðtali tóku þátt ráðuneytisstjóri ráðuneytis umhverfis- og auðlindamála, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfis- og skipulagsmála og ráðgjafi Capacent Ráðninga. Að loknum framhaldsviðtölum voru lögð fyrir umsækjendur hæfnispróf. Eitt prófanna var ætlað til mælinga á hugrænni hæfni með forspárgildi um hæfileika til að setja sig hratt inn í nýjar aðstæður og hæfileika til að draga hratt réttar ályktanir af ófullkomnum upplýsingum. Þá var lagt fyrir umsækjendur persónuleikamat með sjálfsmati umsækjenda. Var matinu ætlað að meta forspárgildi um frammistöðu í starfi, en viðkomandi starf hafði verið hæfnisgreint af ráðuneytinu. Þættir sem þar þóttu skipta máli vörðuðu ákvarðanatöku og frumkvæði, samvinnu, skipulag og áætlanir, álags- og streituþol, lærdóm og rannsóknir og það að mæta þörfum og væntingum viðskiptavina. Að lokum var lagt fyrir umsækjendur raunhæft verkefni til að kanna þekkingu þeirra á grunnreglum stjórnsýsluréttar, framsetningu í rituðum texta og skilvirkni við að skrifa texta.

Að þessu loknu var umræddum þremur umsækjendum boðið í viðtal hjá ráðherra, ráðuneytisstjóra og ráðgjafa Capacent Ráðninga. Í þeim viðtölum voru lagðar fyrir umsækjendur fyrirfram ákveðnar spurningar sem vörðuðu umrætt starf forstöðumanns úrskurðarnefndarinnar. Í kjölfar þessa var Nönnu Magnadóttur boðið umrætt starf, en hún hafði fengið flest stig úr prófunum og spurningum er lagðar höfðu verið fyrir umsækjendur. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir stöðuveitingunni kemur að auki fram að Nanna Magnadóttir hafi komið mjög vel fyrir í viðtali. Hún hefði kynnt sér starfsemi úrskurðarnefndarinnar og sýnt mikinn áhuga, eldmóð og metnað til að efla starfsemi nefndarinnar. Hún hafi verið markmiðs- og árangursdrifin, lausnamiðuð, með stefnmótandi hugsun, skýr og kæmi málum á framfæri á skipulagðan og hnitmiðaðan hátt. Þá hafi umsagnir um hana verið góðar.

 Dómstólar og umboðsmaður Alþingis hafa á liðnum árum í málum er varða stöðuveitingar hins opinbera lagt til grundvallar að veitingarvaldshafi hafi ákveðið svigrúm við ráðningu og skipun í opinber störf. Þannig sé ákveðið svigrúm til staðar er kemur að því að meta hæfisskilyrði umfram hin almennu hæfisskilyrði, þegar gera þurfi upp á milli hæfra umsækjenda um starf. Þau sjónarmið sem að baki ráðningum búi þurfi að vera málefnaleg og í eðlilegum tengslum við viðkomandi starf. Þá þurfi forsvaranlegar ályktanir að vera dregnar af fyrirliggjandi upplýsingum, en ávallt sé til staðar ákveðið efnislegt mat þegar kemur að samanburði á hæfni umsækjenda. Hafi stjórnvald aflað sér fullnægjandi upplýsinga til þess að geta lagt mat á hvernig einstakir umsækjendur falli að þeim málefnalegu sjónarmiðum sem ákvörðun byggist á og sýnt fram á að heildstæður samanburður hafi farið fram í ljósi þeirra, njóti stjórnvöld töluverðs svigrúms við mat á því hvaða umsækjandi sé hæfastur til að gegna starfi.

 Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir menntunar- og hæfniskröfum er fram komu í auglýsingu um stöðu forstöðumanns úrskurðarnefndarinnar. Eins og fyrr greinir ákvað ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála að haga ráðningarferlinu þannig að í fyrstu færi fram svokallað forviðtal við umsækjendur, því næst framhaldsviðtal og loks viðtal hjá ráðherra. Hæfnisprófum þeim er hér að framan er lýst og voru hluti af framhaldsviðtali hefur beinlínis verið ætlað að kanna þætti eins og stjórnunarreynslu, leiðtogahæfileika, öguð og skilvirk vinnubrögð, hæfni undir álagi og valdi á íslensku. Þá hefur viðtölum m.a. verið ætlað að kanna færni í mannlegum samskiptum. Er hér um að ræða þá þætti sem sérstaklega voru tilgreindir sem hæfniskröfur samkvæmt auglýsingu. Er um að ræða kröfur sem standa í rökréttum og eðlilegum tengslum við stöðu forstöðumanns opinberrar stofnunar. Hefur veitingavaldhafi ríkulegt sjálfdæmi um þær aðferðir er hann kýs að nota til að sannreyna þessa þætti, svo lengi sem þær eru málefnalegar. Lausn á myndrænum þrautum er eðlileg og málefnaleg aðferð við að kanna færni við að setja sig hratt inn í nýjar aðstæður og hæfileika til að draga hratt ályktanir af upplýsingum. Var óþarft að tilgreina fyrirfram að slík aðferð yrði notuð við könnun á færni umsækjenda.  

Þá er til þess að líta að starfsreynsla á sviði úrskurðarnefndarinnar var ekki sérstaklega tilgreind sem sérstök hæfniskrafa. Þó svo stefnandi hafi haft yfir að ráða viðamikilli starfsreynslu á sviði úrskurðarnefndarinnar hafði sá þáttur ekki það vægi í ráðningunni er stefnandi miðar við.   

 Þegar til þessa er litið hefur stefnanda ekki tekist að leiða í ljós þá staðhæfingu sína að hann hafi a.m.k. verið jafnhæfur til starfa forstöðumannsins eins og Nanna Magnadóttir, sem best þótti standa sig í viðtölum og prófum. Í því kom samanburður hennar við stefnanda fram. Koma þá ekki til álita málsástæður stefnanda byggðar á lögum nr. 10/21008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks.

Þegar til þess er litið er hér að framan greinir verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda.

                Rétt þykir að málskostnaður falli niður.

                Af hálfu stefnanda flutti málið Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður, en af hálfu stefnda Fanney Rós Þorsteinsdóttir hæstaréttarlögmaður.

                Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp þennan dóm.

Dómsorð:

Stefnda, íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnanda, Ómars Stefánssonar.

Málskostnaður fellur niður.